Fréttatíminn
Fréttatíminn var íslenskt fréttablað starfandi frá 2010 til 2017. Blaðið kom út einu sinni í viku og var dreift á föstudögum í um það bil 82.000 eintökum, þar af um 74.000 dreift í lúgu á höfuðborgarsvæðinu (ytri mörk eru Mosfellsbær, Hafnarfjörður og Seltjarnarnes).
Eignarhald
[breyta | breyta frumkóða]Fréttatíminn var í eigu Morgundags ehf. sem var í eigu Miðopnu ehf. Eigendur Miðopnu voru til loka ársins 2015 þeir Teitur Jónasson, Valdimar Birgisson, Óskar Hrafn Þorvaldsson, Jónas Haraldsson og Haraldur Jónasson.[1]
Fyrsta eintak blaðsins kom út 1. október 2010.
Í lok nóvember 2015 var tilkynnt um að hópur fjárfesta undir stjórn Gunnars Smára Egilssonar blaðamanns og ritstjóra hefði keypt allt hlutafé Miðopnu ehf. og tækju við rekstri blaðsins um áramótin 2016. Jónas Haraldsson lét af störfum ritstjóra um áramót þá tók við Gunnar Smári og Þóra Tómasdóttir. Nýr hluthafahópur ásamt Gunnari Smára voru fjárfestarnir Árni Hauksson, Hallbjörn Karlsson og Sigurður Gísli Pálmason. Valdimar Birgisson sem átti hlut í Miðopnu fyrir var sá eini af fyrri eigendum sem átti ennþá hlut í fyrirtækinu. Hluthafar áttu álíka stóran hlut hver.[2][3]
Útgáfu blaðsins var hætt í apríl 2017 er útgáfufélag þess varð gjaldþrota.[4] Eftir gjaldþrot blaðsins keypti Guðlaugur Hermannsson lén og Facebook-síðu miðilsins úr þrotabúi Morgundags ehf. og hóf í byrjun ársins 2018 að birta efni á vefnum undir formerkjum Fréttatímans. Núverandi rekstur miðilsins er í höndum fiskverslunarfyrirtækisins G. Hermannsson ehf.[5]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Upplýsingar um eignarhald á tilkynningarskyldum miðlum“ (PDF). Sótt 27. febrúar 2012.
- ↑ „Nýir eigendur koma að Fréttatímanum“. Fréttatíminn. Sótt 29. nóvember 2015.[óvirkur tengill]
- ↑ „Gunnar Smári leiðir hóp sem hefur keypt Fréttatímann“. Kjarnin.is. Sótt 29. nóvember 2015.
- ↑ Sósíalistaflokkur Íslands stofnaður Rúv. Skoðað 2. maí 2017.
- ↑ Þórður Snær Júlíusson (31. ágúst 2019). „Fréttatíminn: Tekjulaus miðill sem unnin er í sjálfboðavinnu huldumanna“. Kjarninn. Sótt 1. september 2019.