Grýtur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Grýtur
Glóðargrýta Solorina crocea í Washington-fylki í Bandaríkjunum
Glóðargrýta Solorina crocea í Washington-fylki í Bandaríkjunum
Vísindaleg flokkun
Ríki: Svepparíki (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Lecanoromycetes
Ættbálkur: Peltigerales
Ætt: Engjaskófarætt (Peltigeraceae)
Ættkvísl: Solorina
Tegundir

flaggrýta (S. bispora)
skútagrýta (S. saccata)
móagrýta (S. octospora)
svampgrýta (S. spongiosa)
glóðargrýta (S. crocea)

Grýtur[1] eða sekkjaskófir[2] (fræðiheiti: Solorina) er ættkvísl fléttna af engjaskófarætt.

Grýtur eru án barkarlags á neðra borði þalsins og hafa Coccomyxa grænþörunga í þörungalaginu en Nostoc í hnyðlum.[1] Ólíkt öðrum fléttum af engjaskófarætt hafa grýtur askhirslur inni á efra borði þalsins en ekki við jaðar þalsins.[3]

Á Íslandi vaxa fimm tegundir grýtna og er ein tegund þeirra, móagrýta, á válista á Íslandi sem tegund í útrýmingarhættu (EN).[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Hörður Kristinsson (2016). Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.
  2. Hörður Kristinsson (1967). Íslenskar engjaskófir. Flóra: tímarit um íslenska grasafræði 2(1): 65-76.
  3. Flóra Íslands (2018). Glóðargrýta - Solorina crocea. Sótt þann 25.02.2018 af http://www.floraislands.is/FLETTUR/solorcro.html
  4. Náttúrufræðistofnun Íslands (1996). Válisti 1: Plöntur. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.