Grýtur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Grýtur
Glóðargrýta Solorina crocea í Washington-fylki í Bandaríkjunum
Glóðargrýta Solorina crocea í Washington-fylki í Bandaríkjunum
Vísindaleg flokkun
Ríki: Svepparíki (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Lecanoromycetes
Ættbálkur: Peltigerales
Ætt: Engjaskófarætt (Peltigeraceae)
Ættkvísl: Solorina
Tegundir

flaggrýta (S. bispora)
skútagrýta (S. saccata)
móagrýta (S. octospora)
svampgrýta (S. spongiosa)
glóðargrýta (S. crocea)

Þessi grein fjallar um ættkvísl fléttna. Einnig eru til plöntur sem nefnast grýtur, t.d. af ættkvíslinni Claytonia.

Grýtur[1] eða sekkjaskófir[2] (fræðiheiti: Solorina) er ættkvísl fléttna af engjaskófarætt.

Grýtur eru án barkarlags á neðra borði þalsins og hafa Coccomyxa grænþörunga í þörungalaginu en Nostoc í hnyðlum.[1] Ólíkt öðrum fléttum af engjaskófarætt hafa grýtur askhirslur inni á efra borði þalsins en ekki við jaðar þalsins.[3]

Á Íslandi vaxa fimm tegundir grýtna og er ein tegund þeirra, móagrýta, á válista á Íslandi sem tegund í útrýmingarhættu (EN).[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Hörður Kristinsson (2016). Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.
  2. Hörður Kristinsson (1967). Íslenskar engjaskófir. Flóra: tímarit um íslenska grasafræði 2(1): 65-76.
  3. Flóra Íslands (2018). Glóðargrýta - Solorina crocea. Sótt þann 25.02.2018 af http://www.floraislands.is/FLETTUR/solorcro.html
  4. Náttúrufræðistofnun Íslands (1996). Válisti 1: Plöntur. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.