Skútagrýta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skútagrýta
Skútagrýta (Solorina saccata) í Svafnesku ölpunum í Þýskalandi.
Skútagrýta (Solorina saccata) í Svafnesku ölpunum í Þýskalandi.
Ástand stofns
Ekki metið
Vísindaleg flokkun
Ríki: Svepparíki (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Lecanoromycetes
Ættbálkur: Peltigerales
Ætt: Engjaskófarætt (Peltigeraceae)
Ættkvísl: Grýtur (Solorina)
Tegund:
S. saccata

Tvínefni
Solorina saccata
(L.) Ach. 1808
Samheiti
  • Arthonia saccata (L.) Ach. 1806
  • Platysma saccatum (L.) Frege 1812
  • Peltigera saccata (L.) DC. 1805
  • Peltidea saccata (L.) Ach. 1803
  • Lobaria saccata (L.) Hoffm. 1796
  • Lichen saccatus L. 1755

Skútagrýta (fræðiheiti: Solorina saccata) er fléttutegund af ættkvísl grýtna. Hún er ein fimm tegundum grýtna sem vaxa á Íslandi.[1]

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Skútagrýta finnst á heimskautasvæðum, um Evrasíu í tempraða beltinu og hitabeltinu og Norður-Ameríku.[2] Skútagrýta vex í lítt grónum jarðvegi, mosa, á klettaveggjum, hellisskútum eða á blautu móbergi.[3]

Á Íslandi er skútagrýta algeng frá láglendi upp í 600 metra hæð en finnst hæst í Nýjadal í 870 metra hæð og í Gæsavötnum í 930 metra hæð.[3] Skútagrýta er nokkuð algengari á Suðurlandi en á Norðurlandi.[1]

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Efnafræði[breyta | breyta frumkóða]

Engar þekktar fléttusýrur finnast í skútagrýtu. Þalsvörun hennar er K-, C-, KC- og P-.[3][1]

Greining[breyta | breyta frumkóða]

Skútagrýta er lík móagrýtu í útliti. Þær er hægt að greina í sundur á því að skútagrýta hefur fjögur gró í hverjum aski en móagrýta hefur átta minni gró í hverjum aski. Einnig er þalsvörun skútagrýtu KC- en móagrýta hefur þalsvörun KC+ í miðlagi vegna litunar fléttuefnisins methýlgýrófórats.[3][1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 Hörður Kristinsson (2016). Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.
  2. Rambold, G. (ritstjóri; 2017). LIAS: A Global Information System for Lichenized and Non-Lichenized Ascomycetes[óvirkur tengill] (útgáfa desember, 2015). Í Roskov, Y., Abucay, L., Orrell, T., Nicolson, D., Bailly, N., Kirk, P. M., Bourgoin, T., DeWalt, R. E., Decock, W., De Wever, A., Nieukerken, E. van, Zarucchi, J., Penev, L. (ritstjórar; 2017). Species 2000 & ITIS Catalogue of Life. Leiden, Hollandi: Naturalis. ISSN: 2405-8858.
  3. 3,0 3,1 3,2 3,3 Flóra Íslands (án ártals). Skútagrýta - Solorina saccata. Sótt þann 1. desember 2017.