Fara í innihald

Nostoc

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nostoc
Nostoc azollae
Nostoc azollae
Vísindaleg flokkun
Ríki: Bacteria
Fylking: Cyanobacteria
Ættbálkur: Nostocales
Ætt: Nostocaceae
Ættkvísl: Nostoc
Tegundir

N. azollae
N. caeruleum
N. carneum
N. comminutum
N. commune
N. ellipsosporum
N. flagelliforme
N. linckia
N. longstaffi
N. microscopicum
N. muscorum
N. paludosum
N. pruniforme
N. punctiforme
N. sphaericum
N. sphaeroides
N. spongiaeforme
N. verrucosum

Nostoc er ættkvísl blábaktería sem finna má víða í náttúrunni. Þær einkennast meðal annars af sérstæðu vaxtarformi, þar sem kúlu- eða ellipsulaga frumur mynda langar keðjur í hlaupkenndu slíðri. Slíkar Nostoc-trefjar geta orðið all stórar og myndað stórsæjar, slýkenndar breiður. Hana má finna í jörðu, klettum, á botni vatna eða jafnvel í litlum lindum sem geta bæði verið ferskvatn eða saltvatn. Sumar tegundir ættkvíslarinnar eru þekktar að því að lifa í sambýli við aðrar lífverur, einkum fléttur. Nostoc getur ljóstillífað líkt og aðrar blábakteríur og einnig bindur hún nitur.[1]

Uppgötvaðar hafa verið 334 tegundir af Nostoc bakteríum en þó hafa nöfn einungis 55 þeirra verið samþykkt. Sumar þessara tegunda er að finna fléttum þar sem þær þjóna sem innrænir sambýlingar svo erfitt getur verið að einangra og rannsaka þær.[2] Í fléttusambýlinu ljóstillífa þær og binda ólífrænt nitur handa sambýlisfélaganum og fá í staðinn næringarefni og skjól fyrir afráni. Svepphlutinn í fléttunni fær bæði kolefni og nitur frá bakteríunni á meðan plantan fær bara nitur þar sem hún verður sér út um kolefni í gegnum ljóstillífun.[3]

Svepphlutinn í fléttu hefur margar bakteríur og þörunga í vinnu hjá sér þar sem hann fær sín næringarefni frá en það getur verið frá ljóstillífun eða jafnvel fengið næringarefni í gegnum bakteríurnar. Þar sem cyanobakteríurnar eru eina tegundin sem er í samlífinu þá er það augljóslega hún sem vinnur að því að gefa sveppinum kolefni í gegnum ljóstillífun ásamt niturbindingu. Þau tilfelli þar sem sveppurinn hefur grænþörunga og cyanobakteríu hjá sér er það grænþörungurinn sem sér mest um að ljóstillífa á meðan bakterían sér um niturbindinguna.[3]

  1. J. T. Staley, R. P. Gunsalus, S. Lory og J. J. Perry (2007). Microbial Life, 2. útg.. Sinauer Associates, Inc., Sunderland, Massachusetts, 2007.
  2. M. D. Guiry in Guiry, M.D. & Guiry, G.M. 2011. AlgaeBase. World-wide electronic publication, National University of Ireland, Galway. http://www.algaebase.org; searched on 17 May 2011.
  3. 3,0 3,1 Paulsrud, P., Rikkinen, J., & Lindblad, P. (2000). Spatial patterns of photobiont diversty in some Nostoc containing lichens. New Phytol. 146, 291 - 299.