Svampgrýta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Svampgrýta
Svampgrýta (Solorina spongiosa) í Alberta-fylki í Kanadai.
Svampgrýta (Solorina spongiosa) í Alberta-fylki í Kanadai.
Ástand stofns
Ekki metið
Vísindaleg flokkun
Ríki: Svepparíki (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Lecanoromycetes
Ættbálkur: Peltigerales
Ætt: Engjaskófarætt (Peltigeraceae)
Ættkvísl: Grýtur (Solorina)
Tegund:
Svampgrýta (S. spongiosa)

Tvínefni
Solorina spongiosa
(Ach.) Anzi

Svampgrýta (fræðiheiti: Solorina spongiosa) er flétta af ættkvísl grýtna. Þal svampgrýtu inniheldur Coccomyxa-þörung.[1] Líklega er svampgrýta sjaldgæfust á Íslandi af sekkjaskófum.[2]

Útbreiðsla og búsvæði[breyta | breyta frumkóða]

Svampgrýta vex víða um Evrasíu, Norður- og Mið-Ameríku.[3]

Svampgrýta er sjaldgæf á Íslandi en hún vex á lítið grónum svæðum sem eru að byrja að gróa upp. Hún er algengari á fjöllum en á láglendi.[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Náttúrufræðistofnun Íslands (án árs). Svampgrýta (Solorina spongiosa). Sótt 11.02.2019.
  2. Hörður Kristinsson (1964). Íslenskar engjaskófir. Flóra: Tímarit um íslenska grasafræði 2(1): 65-76.
  3. Rambold G. (ritst.) (2019). LIAS: A Global Information System for Lichenized and Non-Lichenized Ascomycetes (útgáfa Des. 2015). Í: Species 2000 & ITIS Catalogue of Life, 29. janúar 2019 (Roskov Y., Ower G., Orrell T., Nicolson D., Bailly N., Kirk P.M., Bourgoin T., DeWalt R.E., Decock W., Nieukerken E. van, Zarucchi J., Penev L., ritstj.). Species 2000: Naturalis, Leiden, Hollandi. ISSN 2405-8858.
  4. Flóra Íslands (án árs). Svampgrýta - Solorina spongiosa. Sótt 11.02.2019.
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.