Glóðargrýta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Glóðargrýta
Glóðargrýta (Solorina crocea) í Washington-fylgi í Bandaríkjunum.
Glóðargrýta (Solorina crocea) í Washington-fylgi í Bandaríkjunum.
Ástand stofns
Ekki metið
Vísindaleg flokkun
Ríki: Svepparíki (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Lecanoromycetes
Ættbálkur: Peltigerales
Ætt: Engjaskófarætt (Peltigeraceae)
Ættkvísl: Grýtur (Solorina)
Tegund:
S. crocea

Tvínefni
Solorina crocea
(L.) Ach. 1808

Glóðargrýta eða glóðarskóf[1][2] (fræðiheiti: Solorina crocea) er fléttutegund af ættkvísl grýtna. Hún er ein fimm tegundum grýtna sem vaxa á Íslandi.[3]

Búsvæði[breyta | breyta frumkóða]

Glóðargrýta vex á snjóþungum svæðum víða á landinu og finnst upp til fjalla frá 300-400 til 1300 metra hæð,[3] oftast undir 500 metrum.[2] Hæsti fundarstaður glóðargrýtu er á Tröllafjalli á Glerárdal í Eyjafirði.[1]

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Þal glóðarskófar er oft 5-15 sm í þvermál eða meira þar sem þalbleðlar eru 1-2,5 sm breiðir, jaðarinn sléttur eða uppbrettur. Efra borðið er grágrænt eða grábrúnt í þurrki, ólífugrænt í vætu, nokkuð slétt en stundum með sprungum. Neðra borð þalsins er laxagult með skærum lit, dökkbrúnum æðum og brúnum rætlingum.[1]

Askhirzlurnar ligga við efra borð þalsins og eru dökkbrúnar, flatar eða örlítið kúptar, 6-8 mm í þvermál. Askarnir eru með 6-8 tvíhólfa, brúnum askgróum, sem eru 35-45 míkrón á lengd. Engar hnyðlur eru sýnilegar utan frá, en þörungalagið er venjulega tvöfalt, með bláþörungalag undir grænþörungalaginu.[1]

Auðvelt er að þekkja glóðargrýtu á laxagulu neðra borði þalsins. Askhirlsur hennar eru einnig frábrugðnar öðrum grýtum því þær eru oft stórar, brúnar og í fleti við þalið eða rétt svo upphækkaðar á meðan aðrar grýtuskófir hafa niðurgrafnar askhirslur.[1]

Samlífi[breyta | breyta frumkóða]

Glóðargrýta er hýsill fyrir sjúkdómsvaldandi sveppinn Rhagadostoma lichenicola sem hefur meðal annars fundist á Íslandi.[4] Hún er einnig hýsill fyrir smásveppinn Scutula krempelhuberi.[4]

Efnafræði[breyta | breyta frumkóða]

Glóðargrýta inniheldur tvö þekkt fléttuefni, solorinsýru og neosolorinsýru.[3][1] Þalsvörun hennar er K-, C-, KC- og P- samkvæmt vef flóru Íslands[1] en miðlag K+ fjólublátt, C+ fjólublátt, KC+ fjúlublátt og P- í bókinni Íslenskar fléttur.[3]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 Flóra Íslands (2018). Glóðargrýta - Solorina crocea. Sótt þann 25.02.2018 af http://www.floraislands.is/FLETTUR/solorcro.html
  2. 2,0 2,1 Helgi Hallgrímsson. 2010. Sveppabókin. Skrudda, Reykjavík. ISBN 978-9979-655-71-8
  3. 3,0 3,1 3,2 3,3 Hörður Kristinsson (2016). Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.
  4. 4,0 4,1 Helgi Hallgrímsson & Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir (2004). Íslenskt sveppatal I - smásveppir. Geymt 17 október 2020 í Wayback Machine Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Náttúrufræðistofnun Íslands. ISSN 1027-832X