Flaggrýta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Flaggrýta
Flaggrýta (Solorina bispora) í Tatra-fjöllum í Póllandi.
Flaggrýta (Solorina bispora) í Tatra-fjöllum í Póllandi.
Ástand stofns
Ekki metið (IUCN)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Svepparíki (Fungi)
Skipting: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Lecanoromycetes
Ættbálkur: Peltigerales
Ætt: Engjaskófarætt (Peltigeraceae)
Ættkvísl: Grýtur (Solorina)
Tegund:
Flaggrýta (S. bispora)

Tvínefni
Solorina bispora
Nyl.

Flaggrýta (fræðiheiti: Solorina bispora) er fléttutegund af ættkvísl grýtna. Hún er ein fimm tegundum grýtna sem vaxa á Íslandi.[1]

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Flaggrýta hefur marga mjóa bleðla, oftast 3-8 mm í þvermál, sem bera yfirleitt aðeins eina askhirslu, 1-4 mm að breidd, í miðju bleðilsins. Efra borð bleðlanna er grátt, grábrúnt eða grænleitt en grænna þegar það er blautt. Neðra borðið er hvítleitt eða ljósbrún. Á rætlingum sjást hnyðlur þegar þalið er blautt. Askgróin eru stór, 70-120 x 30-45 µm, brún og tvíhólfa.[1]

Greina má flaggrýtu frá öðrum grýtum á Íslandi á því að einungis tvö gró eru í hverjum aski.[2]

Útbreiðsla og búsvæði[breyta | breyta frumkóða]

Á heimsvísu finnst flaggrýta á Norðurheimskautasvæðinu, um Norður-Ameríku og Evrasíu,[3] þar á meðal í Færeyjum[4]

Á Íslandi er flaggrýta er algeng um allt land[1][5] nema helst á Vestfjörðum.[1] Búsvæði flaggrýtunnar er í mold, flögum, flagmóum og öðru snöggrónu mólendi, utan í bökkum, klettabeltum, giljum[1] eða utan í blásnum þúfum.[5] Hún finnst jafnt á láglendi sem upp til fjalla að 1300 metrum yfir sjávarmáli. Hæst á Íslandi finnst hún á Kerlingu við Glerárdal í Eyjafirði í 1530 metra hæð.[1]

Efnafræði[breyta | breyta frumkóða]

Engar fléttusýrur eru þekktar úr flaggrýtu. Þalsvörun flaggrýtunnar er K- eða K+ fölgul, C-, KC- P-.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 Hörður Kristinsson (2016). Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.
  2. Hörður Kristinsson (1967). Íslenskar engjaskófir. Flóra: Tímarit um íslenzka grasafræði, 2(1): 65-76.
  3. Rambold G. (ritstj.) (2019). LIAS: A Global Information System for Lichenized and Non-Lichenized Ascomycetes (útgáfa Des 2015). Í: Species 2000 & ITIS Catalogue of Life, 29. Janúar 2019 (Roskov Y., Ower G., Orrell T., Nicolson D., Bailly N., Kirk P.M., Bourgoin T., DeWalt R.E., Decock W., Nieukerken E. van, Zarucchi J., Penev L., ritstj.). Species 2000: Naturalis, Leiden, the Netherlands. ISSN 2405-8858.
  4. Alstrup, V., Christensen, S., Hansen, E. S., & Svane, S. (1994). The lichens of the Faroes. Fróðskaparrit, 40: 61-121.
  5. 5,0 5,1 Starri Heiðmarsson (án árs). Flaggrýta (Solorina bispora). Náttúrufræðistofnun Íslands. Sótt þann 5. febrúar 2019.