Geðdeyfðarlyf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Eitt fyrsta geðdeyfðarlyfið sem kom á markaðinn var flúoxetín.

Geðdeyfðarlyf (eða í þrengra samhengi þunglyndislyf) eru lyf sem notuð eru við þunglyndi. Geðdeyfðarlyf eru einnig notuð gegn kvíða, áráttu-þráhyggjuröskun, átröskun, krónískum verkjum, athyglisbresti, svefnröskun og vímuefnavanda.

Tilgangur geðdeyfðarlyfja er að draga úr einkennum ofangreindra sjúkdóma til þess og auðvelda sjúklingum að eiga í samskiptum við aðra. Geðdeyfðarlyf geta valdið ýmsum aukaverkunum svo sem mildum óþægindum, minnkaðri kynhvöt, stinningarvandamálum hjá körlum og leggangaþurrki hjá konum. Í alvarlegum tilvikum þarf að hætta notkun geðdeyfðarlyfja.[1]

Notkun geðdeyfðarlyfja er mismikil eftir löndum. Íslendingar nota mest allra OECD-þjóða af geðdeyfðarlyfjum og er notkun þeirra tvisvar til þrisvar sinnum meiri en á hinum Norðurlöndunum. Notkunin hefur aukist um 40% síðastliðin tíu ár og hafa 3% unglinga undir 15 ára aldri fengið þunglyndislyf. Ekkert bendir þó til þess að tíðni þunglyndissjúkdóma sé meiri á Íslandi en í öðrum OECD-löndum.[2]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Svar við „Hvaða áhrif geta þunglyndislyf haft á kynlíf?“ á Vísindavefnum. Sótt 26. janúar 2018.
  2. „Notkun þunglyndislyfja á Íslandi“. Sótt 26. janúar 2018.
  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.