Serótónín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Serótónín hefur einn amínhóp.

Serótónín (einnig nefnt 5-hýdroxýtryptamín, 5-HT) er taugaboðefni, stundum er líka litið á það sem hormón. Það er einna þekktast fyrir að stuðla að vellíðan, en það hefur í raun margslungna virkni. Serótónín mótar hugsun og minni og spilar mikilvægt hlutverk í meltingarfærum.[1]

Efnið finnst aðallega í þremur líffærum:

  • Í meltingarfærunum, þ.e. maga og smáþörmunum. 90% af serótóníni líkamans er í enterókrómaffínfrumum meltingarkerfisins. Serótónín stýrir þar þarmahreyfingum.
  • Í miðtaugakerfinu, þ.e. heilanum.
  • Í blóðflögum. Við blóðstorknun losa þær serótónín, það getur þrengt eða víkkað æðar og stýrt jafnvæginu í blóðstorknun.

Myndun serótóníns[breyta | breyta frumkóða]

Serótónín er að mestum hluta myndað í enterókrómaffínfrumum í meltingarfærum og í taugafrumum miðtaugakerfisins. Þegar enterókrómaffínfrumurnar fyllast af serótónínin er því seytt út í blóðið og blóðstyrkur þess hækkar. Blóðflögur og taugafrumur geta þá tekið serótónín upp úr blóðinu.

Hlutverk serótóníns[breyta | breyta frumkóða]

Enterochromaffin frumur í meltingarfærum umbreyta tryptófani í serótónín. Þegar serótónínstyrkurinn hækkar lekur það út úr frumunum og verkar serótónín á nærliggjandi viðtaka í þörmunum sem valda ýmist hreyfingu þarmanna eða seytingu á efnum í blóðið eða þarmana sjálfa.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Young SN (November 2007). „How to increase serotonin in the human brain without drugs“. Journal of Psychiatry & Neuroscience. 32 (6): 394–9. PMC 2077351. PMID 18043762.
  2. Flower, R.J., Henderson, G, Rang, H.P. og Ritter, J.M. (2016). Rang and Dale's Pharmacology, 8th edition. Elsevier Churchill Livingstone.