Sértækir serótónín endurupptökuhemlar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sértækir serótónín endurupptökuhemlar eða SSRI (enska selective serotonine reuptake inhibitors) er flokkur þunglyndislyfja sem hefur áhrif á virkni serótóníns í heilanum.

Lyf í þessum flokki eru m.a. (virka efnið í sviga):

  • Cipralex (escitalopram),
  • Cipramil (citalopram),
  • Seról (fluoxetine),
  • Zoloft eða Sertral (sertraline) og
  • Seroxat (paroxetine).

Virkni serótóníns[breyta | breyta frumkóða]

Serótónín er eitt af meginboðefnum heilans. Á sjötta áratugnum kom fram kenning að vöntun á serótóníni og noradrenalíni væri orsök þunglyndis. Þessi vöntun er á taugamótum taugafrumna í heilanum og með því að auka þennan styrk, ýmist á serótóníni eða noradrenalíni sem er persónubundið, má minnka þunglyndiseinkenni.

Þegar lyfin eru gefin koma efnafræðileg áhrif þeirra strax fram - á mínútum eða klukkustundum. En klínísk áhrif þeirra - minnkun á þunglyndiseinkennum - kemur fram á vikum. Bendir það til boðefnin ein og sér og vöntun þeirra séu ekki orsök þunglyndis. Þegar styrkurinn á efnunum eykst við notkun þunglyndislyfja aðlagast heilinn breytingunum sem tekur nokkrar vikur að koma fram. Breytt genatjáning spilar þarna inn í.

Að þetta taki nokkrar vikur að koma fram skýrist t.d. að serótónergar frumur, þ.e. frumur sem losa serótónín á aðrar frumur í heilanum eru gífurlega margar. Undirstúkan er eitt undirsvæða heians sem er ítauguð (fær boð frá) frá serótónergum frumum.

Ein þekkt meingerð í þunglyndi er svokallaður undirstúku-heiladinguls-nýrnahettu öxull (e. HPA axis). Kenningin er að undirstúkan losar CRH (e. corticotropin releasing hormone) sem hefur áhrif á heiladingulinn. Hann losar ACTH (e. adrenocortico trophic hormone) sem hefur bein áhrif á nýrnahetturnar. Þær losa síðan cortisol hormónið sem er hækkað í fólki með þunglyndi. Cortisol hefur síðan þau áhrif á genatjáningu í undirstúku að upptaka á serótónín er aukin. Þegar serótónín er tekið upp eykur það á virkni fyrrnefnds öxuls.

SSRI lyf verka á þetta kerfi - þau eru sértækir serótónín endurupptökuhemlar og hamla að serótónín sé tekið upp sem aftur hindrar að það verki inni í frumunni. Í því liggur langur virknitími SSRI lyfja m.a., breytt genatjáning tekur vikur að koma fram.

Einnig veldur CRH hormónið eitt og sér einkennum sem sjást í þunglyndi: þyngdarmissi, minnkaðrar virkni og kvíða. [1] [2]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Ritter, J.M.; Flower, R.J.; Henderson, G (2016). Rang&Dale's Pharmacology. Elsevier. ISBN 978-0-7020-5363-4.
  2. Tecott, Laurence H. „Serotonin Activates the Hypothalamic–Pituitary–Adrenal Axis via Serotonin 2C Receptor Stimulation“. The Journal of Neuroscience. () (2007): 6956-6964.