Fara í innihald

Frjálslyndi flokkurinn (Kanada)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Frjálslyndi flokkurinn
Liberal Party of Canada
Parti libéral du Canada
Leiðtogi Justin Trudeau
Forseti Suzanne Cowan
Þingflokksformaður Pablo Rodríguez
Stofnár 1867; fyrir 157 árum (1867)
Stofnandi George Brown
Höfuðstöðvar Constitution Square, Ottawa, Ontario
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Samfélagsleg frjálslyndisstefna
Einkennislitur Rauður  
Sæti í neðri þingdeild
Vefsíða www.liberal.ca

Frjálslyndi flokkurinn er kanadískur stjórnmálaflokkur. Flokkurinn hefur verið í áhrifastöðu í kanadískum stjórnmálum mikinn hluta af sögu landsins[1][2] og var við völd í tæp 69 ár á 20. öldinni, lengur en nokkur annar stjórnmálaflokkur í þróuðu ríki. Fyrir þær sakir er flokkurinn stundum kallaður „hinn eðlilegi stjórnarflokkur“ Kanada.[3][4]

Flokkurinn kennir sig við frjálslyndisstefnu[5][6][7] og er yfirleitt talinn standa í miðjunni eða til miðvinstri í litrófi kanadískra stjórnmála; vinstra megin við Íhaldsflokkinn en hægra megin við Nýja lýðræðisflokkinn (sem hefur stundum stutt minnihlutastjórnir Frjálslynda flokksins).[5][2][8] Líkt og kanadíski Íhaldsflokkurinn er Frjálslyndi flokkurinn þó gjarnan talinn rúma margar ólíkar stefnur[4] og flokkurinn sækir fylgi sitt til fjölbreyttra hópa kjósenda.[9] Á áttunda áratugnum lýsti forsætisráðherrann Pierre Elliott Trudeau því yfir að Frjálslyndi flokkurinn aðhylltist „róttæka miðjustefnu“.[10][11]

Meðal stefnumála og lagasetninga Frjálslynda flokksins í gegnum tíðina má nefna stofnun almennrar heilsugæslu, kanadískra lífeyrissjóða, stúdentalána, friðargæslu, alþjóðahyggju, sjálfstæði Kanada með núverandi stjórnarskrá landsins, viðurkenningu á réttindaskrá Kanada, mögulegt lagaferli fyrir aðskilnað fylkja úr kanadíska ríkjasambandinu, lögleiðingu á hjónabandi samkynhneigðra, lögleiðingu á líknardrápi og á kannabisneyslu og setningu almennra kolefnisskatta.[6][12]

Árið 2015 vann Frjálslyndi flokkurinn undir forystu Justins Trudeau sinn mesta kosningasigur frá árinu 2000 og hlaut hreinan þingmeirihluta með 184 þingsætum og 39,5 prósentum atkvæða. Í þingkosningum árið 2019 tapaði flokkurinn nokkru fylgi og náði ekki að viðhalda meirihluta sínum en var þó áfram stærsti flokkurinn á kanadíska þinginu.[13] Í næstu kosningum, sem voru haldnar 20. september 2021, mistókst Frjálslynda flokknum að endurheimta meirihluta á þingi en flokkurinn hlaut aftur flest þingsæti.[14]

Leiðtogar Frjálslynda flokksins

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Rodney P. Carlisle (2005). Encyclopedia of Politics: The Left and the Right. SAGE Publications. bls. 274. ISBN 978-1-4522-6531-5.
  2. 2,0 2,1 Donald C. Baumer; Howard J. Gold (2015). Parties, Polarization and Democracy in the United States. Taylor & Francis. bls. 152–. ISBN 978-1-317-25478-2.
  3. Patrick James; Mark J. Kasoff (2007). Canadian Studies in the New Millennium. University of Toronto Press. bls. 70. ISBN 978-1-4426-9211-4.
  4. 4,0 4,1 R. Kenneth Carty (2015). Big Tent Politics: The Liberal Party's Long Mastery of Canada's Public Life. UBC Press. bls. 16–17. ISBN 978-0-7748-3002-7. - (PDF copy - UBC Press, 2015)
  5. 5,0 5,1 Amanda Bittner; Royce Koop (1. mars 2013). Parties, Elections, and the Future of Canadian Politics. UBC Press. bls. 300–. ISBN 978-0-7748-2411-8.
  6. 6,0 6,1 McCall, Christina; Stephen Clarkson. "Liberal Party". Geymt 5 október 2013 í Wayback Machine The Canadian Encyclopedia.
  7. Dyck, Rand (2012). Canadian Politics: Concise Fifth Edition. Nelson Education. bls. 217, 229. ISBN 978-0176503437.
  8. Liberal Party. 2015.
  9. Andrea Olive (2015). The Canadian Environment in Political Context. University of Toronto Press. bls. 55–. ISBN 978-1-4426-0871-9.
  10. Graham, Ron, ed. (1998). The Essential Trudeau. McClelland & Stewart, p. 71. ISBN 978-0-7710-8591-8.
  11. Thompson, Wayne C. (2017). Canada. Rowman & Littlefield, p. 135. ISBN 978-1-4758-3510-6.
  12. „Liberal Party of Canada“. Encyclopædia Britannica. Sótt 19. apríl 2013.
  13. Ævar Örn Jósepsson (22. október 2019). „Trudeau tapar fylgi en sigrar þó“. RÚV. Sótt 22. október 2019.
  14. Markús Þ. Þórhallsson (21. september 2021). „Frjálslyndi flokkur Trudeaus hafði betur í Kanada“. RÚV. Sótt 21. september 2021.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.