Frelsisflokkurinn (Ísland)
Frelsisflokkurinn er Íslenskur stjórnmálaflokkur sem bauð sig fram í fyrsta skipti í borgarstjórnarkosningunum árið 2018 í Reykjavík. Í borginni laggði flokkurinn áherslu á úrlausnir í íbúðamálum, er á móti borgarlínu, á móti mosku í Reykjavík og vill aðhald í málum hælisleitenda. Flokkurinn vill gera íslenskri menningu hátt undir höfði. Formaður flokksins er Gunnlaugur Ingvarsson.[1]
Flokkurinn ætlaði að taka þátt í alþingiskosningunum 2021 en ekki var safnað nógu mörgum undirskriftum svo að flokkurinn neyddist til að draga framboð sitt til baka. Því var listabókstafur flokksins lagður niður árið 2021. Lítið sem ekkert starf hefur verið innan flokksins síðan árið 2023 og hefur formaður flokksins gjarnan lýst yfir stuðningi við Miðflokkinn.[2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Frelsisflokkurinn býður fram Rúv, skoðað 15 maí, 2018
- ↑ „Facebook síða flokksins“.