Meltingarensím
Útlit
Meltingarensím eru ensím sem brjóta stórsameindir niður til þess að líkaminn geti nýtt þær. Meltingarensím er að finna í meltingarkerfi dýra og manna og jafnframt í kjötætuplöntum þar sem þau auðvelda meltingu. Meltingarensím má líka finna inn í frumum, einkum í leysibólum, þar sem þau eru lífsnauðsynleg. Nánar tiltekið finnast meltingarensím í munnvatni, magasafa, brissafa og í safa sem frumur í smáþarminum og ristlinum gefa frá sér.
Meltingarensím eru flokkuð eftir tegund stórsameinda sem þau verka á:
- Próteasar og peptídasar kljúfa prótín í peptíð og amínósýrur
- Lípasar kljúfa fitu í þrjár fitusýrur og glýserolsameind
- Amýlasar kljúfa kolvetni eins og sterkju og sykur í einsykrur eins og glúkósa
- Núkleasar kljúfa kjarnsýrur í kirni