Flateyjarhreppur (S-Þingeyjarsýslu)
Útlit
Flateyjarhreppur var hreppur í Suður-Þingeyjarsýslu norðvestanverðri. Náði hann yfir Flatey á Skjálfanda og fimm bæi á Flateyjardal uppi á landi.
Hreppurinn var stofnaður árið 1907 en hafði fram að því tilheyrt Hálshreppi. Flateyjardalur fór í eyði 1953 en byggð hélst úti í Flatey til ársins 1967 en þá fluttust síðustu íbúarnir á brott. Flateyjarhreppur var sameinaður Hálshreppi á ný 1. mars 1972.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.