Ferillengd
Ferillengd er lengd ferils og er alltaf stærri en núll, en getur verið óendaleg.
Skilgreining
[breyta | breyta frumkóða]Ferlillengd L er skilgreind með eftirfarandi ferilheildi:
þar sem ds táknar „óendanlega lítinn bút“ af ferlinum og ferilheildið er reiknað eftir ferlinum.
Dæmi
[breyta | breyta frumkóða]Setjum að lýsa megi ferli í tvívíðri sléttu í með tvenndunum (x, y), þar sem x og y eru samfelld og deildanleg föll.
Stillum fyrst upp líkingunni fyrir „litla bútinn“ ds af ferlinum, þar sem við notum okkur reglu Pýþagórasar:
- , sem gefur
en neikvæða rótin kemur vitaskuld ekki til greina, því ferillengd er alltaf stærri en núll.
Til að reika ferilheildið þarf að stika föllin x og y, t.d. með x := x(t) og y := y(t). Deilum því næst með dt og umritum:
þar sem yfirsettu punktarnir tákna fyrstu afleiður fallanna.
Innsetning gefur loks:
þar sem notuð var stikunin x := t og y := f(t), en táknið ' merki fyrstu afleiðu fallsins f og ferillinn afmarkast af bilinu [a, b], þ.e. a ≤ t ≤ b.