Eyrugla
Eyrugla | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Asio otus (Linnaeus, 1758) | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Asio wilsonianus |
Eyrugla (fræðiheiti: Asio otus (áður: Strix otus)) er uglutegund sem verpir í Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku. Eyrugla er meðalstór ugla 31–37 sm löng með 86–98 sm vænghaf. Kvenfuglinn er stærri og dekkri en karlfuglinn. Varptími er frá febrúar til júlí. Eyruglur eru að hluta til farfuglar sem fljúga suður á bóginn á veturna. Heimkynni eyrugla eru skógarjaðrar nálægt opnu svæði.
Eyruglur gera hreiður í trjám, oft barrtrjám og nota gömul hreiður frá öðrum fuglum eins og krákum og hröfnum. Vanalega eru eggin 4 - 6 og útungunartími er 25 - 30 dagar.
Eyruglur veiða á opnum svæðum að nóttu til. Fæða eyruglna er aðallega nagdýr, lítil spendýr og fuglar.[1] Erlendis éta eyruglur helst stúfmýs (Microtus). Stúfmýs lifa ekki á Íslandi en eyruglur hér éta helst hagamýs en einnig smáfugla og húsamýs í einhverjum mæli.[2]
Eyruglur eru nýir landnemar á Íslandi og hafa verpt þar. Þær má þekkja frá branduglum á því að þær hafa stærri eyru og augu þeirra eru appelsínugul en gul í branduglum.
Stærð íslenska stofns eyruglna er ekki þekktur er hefur verið talinn vera um 15-20 pör. [3]
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Long-eared Owl wildlife photos Geymt 8 febrúar 2009 í Wayback Machine The best from www.wild-serbia.com.
- John James Audubon's image Geymt 19 nóvember 2010 í Wayback Machine with close-up from Birds of America.
- Long-eared Owl Species Account - USGS Patuxent Bird Identification InfoCenter
- Long-eared Owl - Asio otus - USGS Patuxent Bird Identification InfoCenter
- Long-eared Owl Information and Photos - South Dakota Birds and Birding
- Information Link with Pictures
- Pictures and Listen to Audio
- Close up Picture of Long-eared Owl face
- Asio otus videos[óvirkur tengill] on the Internet Bird Collection
- "Northern Long-eared Owl" Stamps - (16 issues) with Circum-Polar Map
- Long-eared Owl photo gallery - VIREO
- Ageing and sexing (PDF) by Javier Blasco-Zumeta Geymt 19 mars 2009 í Wayback Machine
- Long-eared Owl photos Geymt 11 október 2011 í Wayback Machine Long-eared Owl wildlife photography and voice
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Yalden, D. W. (1985). Dietary separation of owls in the Peak District. Bird study, 32(2), 122-131.
- ↑ Hildur Helga Jónsdóttir (2019). Fæðuval eyrugla (Asio otus) á Íslandi. BS-Verkefni Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. 15 bls.
- ↑ Branduglur verpa í lúpínubreiðumRúv. Skoðað 30. júlí, 2019