Kráka
Útlit
(Endurbeint frá Krákur)
Krákur eru spörfuglar af hröfnungaætt. Nafnið „kráka“ er almennt heiti fyrir marga minni fugla í ættkvíslinni Corvus, stærri og sterkbyggðari fuglar í þeirri ættkvísl eru oft nefndir hrafnar.
Flækingar á Íslandi eru m.a. dvergkráka, sem er algeng í Evrópu. Svartkráka er mjög algeng í Evrópu. Krákur finnast í öllum heimsálfum. Þær eru alætur og eiga það til að grafa mat sinn til síðari nota. Krákur hafa hæfileika til að læra, nota verkfæri og leysa þrautir.