Dursley-fjölskyldan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Dursley-fjölskyldan er frændfjölskylda Harry Potter úr samnefndum bókum eftir J.K. Rowling.

Þegar foreldrar Harrys eru myrtir er hann skilinn eftir á dyraþrepinu hjá Dursley fjölskyldunni, rétt tæplega 15 mánaða gamall.

Fjölskyldan býr í tveggja hæða húsi númer 4 á Runnaflöt (enska: Privet Drive), Litlu Whinging, (enska: Surrey).

Petunia Dursley er móðursystir Harrys og hafði því fyrrum ættarnafnið Evans, rétt eins og Lily, móðir Harrys. Petunia hefur ekki snefil af galdrahæfileikum og hatar galdra. Ástæðan fyrir hati hennar á göldrum er að litla systir hennar Lily fékk bréf um að hún gæti komist inn í Hogwarts. Petunia ákvað að senda Dumbeldore bréf til að vita hvort hún gæti ekki lika komist inn í Hogwarts. Hún fær svar til baka um að hún geti það ekki af því að hún hafi ekki neina galdrahæfileika og fer að líta á galdra sem eitthvað hræðilegt. Þegar hún kemst að því að Lily laumaðist inn í herbergið hennar með Severus Snape og las bréfið slettist upp á vinskapinn milli þeirra og hún hefur hatað systur sína síðan. Petunia er grönn með óvenju langan háls sem hún notar til að kíkja yfir grindverkið og inn í garð nágrannanna, enda er hún forvitin, snobbuð og forpokuð.

Harry er neyddur til að kalla Vernon Dursley Vernon frænda, þó að Vernon sé ekki blóðskyldur honum. Vernon deilir galdrahatrinu með konu sinni og er mjög leiðinlegur við Harry. Vernon vinnur í borverksmiðju og er stuttur, feitur og nánast hálslaus.

Dudley Dursley er sonur þeirra hjóna og á svipuðum aldri og Harry. Hann er akfeitur, með ljósan lubba og 7 undirhökur. Honum er spillt af foreldrum sínum og fær allt sem hann vill.

Hjá Dursley fjölskyldunni býr Harry við mikið harðræði.