Fara í innihald

Konungur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Kóngur)
Aðalstitlar
Kóróna fursta í hinu Heilaga rómverska ríkis
Keisari og keisaraynja
Kóngur og drottning
Stórhertogi og stórhertogaynja
Stórfursti og stórfurstynja
Fursti og furstynja
Prins og prinsessa
Erkihertogi og erkihertogaynja
Hertogi og hertogaynja
Markgreifi og markgreifynja
Greifi / jarl og greifynja
Vísigreifi og vísigreifynja
Barón / fríherra og barónessa

Konungur er þjóðhöfðingi í konungsríki, sem hlotið hefur tign sína í arf eða verið tekinn til konungs af þjóðinni eða þingi hennar. Konungur þjónar (eða ríkir yfir) þjóð sinni ævilangt, nema því aðeins að hann segi af sér eða sé settur af með einhverjum hætti. Konungstign gengur að jafnaði í arf til elsta sonar, en allnokkur ríki hafa samþykkt breytingu þess efnis að elsta barn konungsins hljóti tignina, hvors kynsins sem það kann að vera.