Fara í innihald

Diskó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Diskótónlist)

Diskó er tónlistarstefna sem var ríkjandi á miðjum áttunda áratug. Tilkoma diskó hafði gífurleg áhrif á rafræna danstónist sem gerði það að verkum að diskó var aðskilið pop og rokki og varð að eigin tónlistartegund. Diskó var samt sem áður oft litið hornauga í byrjun og þá aðallega af rokkaðdáendum en hugsanlega vegna þess að þeir hafi vitað að ný stefna væri á hraðri uppleið. Eftir diskóið hafa rokktónlist og danstónlist alltaf verið aðskilin. Tónlistin er undir miklum áhrifum frá fönki og sálartónlist en einnig djassi, rokki og fleiri tegundum tónlistar. Diskó kemur út frá ýmsum menningarkimum og aðallega samkynhneigðum og blökkumönnum og var hugmyndin að geta farið og dansað til að gleyma amstri dagsins á litríku dansgólfinu með dúndandri tónlist og litadýrð.

Upphaf[breyta | breyta frumkóða]

Síðari hluta sjöunda áratugsins má tengja sem upphaf diskósins þar sem tónlistarmenn fóru að blanda saman alls konar hljóðfærum og gera nýja tegund tónlistar. Árið 1969 gaf Jerry Butler út lagið „Only the strong survive“ sem mætti kalla fyrsta diskólagið. Þetta má tengja sem upphaf diskó, en þessi nýja tónlist var ekki komin með nafn ennþá. Fjórum árum seinna eða 1973, eftir að mörg lög í þessum stíl höfðu verið samin, skrifaði Vince Aletti grein þar sem hann gaf þessum tónlistarstíl nafnið „Diskó“. Diskó dregur nafn sitt af diskótekunum þar sem voru einungis spilaðir diskar þar sem löng lög voru spiluð alla nóttina.

Diskóið byrjaði upprunalega í þéttbýlum víða í Bandaríkjunum, og heillaði því að sér ýmsa menningarkima í einu, svo sem blökkumenn, Latino og samkynhneigða sérstaklega. En diskóið hafi hægt og rólega verið að myndast í nokkur ár þar á undan. Og vegna þess hve hratt það skaut sér á vinsældarlistann og stækkaði á svona miklum hraða, varð diskóið fljótlega orðið gott efni í bíómyndir og vegna glæsileika þess lífgaði diskóið upp danssalina. Diskó var orðið nokkuð vinsælt í kringum 1975 svo nokkrir hvítir listamenn byrjuðu að prófa þennan nýja stíl en virtist þó ekki verða eins vinsælt innan þess menningarkima. Þangað til að Saturday Night Fever leyfði tónlistarmönnum að láta ljós sitt skína um helgar. Uppúr því spruttu skemmtistaðir og vídeóleigur, og tónlistarmenn sem höfðu greitt félagsgjöld tóku forskot í þessum nýja stíl.

Velgengni[breyta | breyta frumkóða]

Á áttunda og níunda áratuginum varð diskó að aðal tísku þess tímabils. Hópar eins og Jackson Five, ABBA og Bee Gees eru hljómsveitir sem eru ennþá frægar fyrir tónlistina sína sem var við líði á diskótímabilinu. Tónlist þeirra var verulega vinsæl á þeim tíma og hafa hljómsveitirnar náð að halda vinsældum sínum og oft hafa nýjir tónlistarmenn tekið upp lög þeirra og breytt og laðað að tónlistarstefnum nýrra tíma og þar af leiðandi náð að halda minningu þeirra og vinsældum. Í byrjun diskó voru aðeins fáar hljómsveitir sem komu fram, en með velgengni þeirra spruttu upp nýjar og nýjar hljómsveitir. Snemma fór diskó að verða meginstraumur tónlistarinnar og allskonar hljómsveitir fóru að spila diskó. ABBA var hljómsveit sem spilaði diskótónlist og gerði fræga um ekki einungis í Bandaríkjunum heldur einnig í Evrópu og Asíu. Lög þeirra voru svo vinsæl að allstaðar í heiminum urðu gerð fleiri diskólög.

Boney M, hljómsveit samansett af fjórum indverskum söngvörum var annar hópur sem braut vegginn sem hindraði húðlit, trúarbrögð og stétt og gerðu mörg góð diskólög sem áttu eftir að komast á topplistann. Lagið þeirra „J‘attendrai“ skaust strax á toppinn, einnig í Japan, mið og suður Asíu og Kanada.

Skemmtistaðirnir sem diskótónlistin var spiluð voru því valdandi að diskólög yrðu vinsæl og eftir nokkurn tíma fór það að hjálpa til að ákvarða hvernig lögin voru gerð. Lög urðu lengri og það hjálpaði plötusnúðunum að uppfylla þarfir þeirra. Diskólögin urðu svo vinsæl að stór hluti þeirra var gefin út í atvinnuskyni, svo sem auglýsingum í bíómyndum. Mörg pop lög voru síðan gefin út í „diskó útgáfu“.

Diskó tryggði að lokum almennt samþykki í gegnum velgengni Saturday Night Fever sem var gefin út árið 1977. Í myndinni eru spiluð mörg diskólög með Bee Gees og fleirum og varð það mest selda breiðskífan. Á þessum tímapunkti hafði diskóið haldist utan pop tónlistarinnar og vinsældar þess, vegna þess að í fyrsta lagi voru fáir alvöru diskó tónlistarmenn utan smáborganna, í öðru lagi voru mörg lögin bönnuð í mörgum pop útvarpsstöðvum og í þriðja lagi vantaði stórar stjörnur innan diskó fyrri aðdáendur sína.

Með diskóbylgjunni komu aðrir listamenn til sögunnar og jafnvel nýar bylgjur í kjölfarið. Blondie er dæmi um eitthvað alveg nýtt. Blondie notaðst við margar tegundir tónlistar og þar á meðal diskó. Útvarpstöðvar fóru eftir það að spila mun meira af diskólögum og tóku jafnvel diskó alla leið. Útgáfufyrirtæki fóru jafnvel að keppast um að ráða tónlistarmenn sem spiluðu diskó.

Stíll[breyta | breyta frumkóða]

Þessi tónlistarstíll er samansettur af mörgun hljóðfærum blandað saman og söngurinn er annaðhvort í áttundapartsnótum eða sextándapartsnótum. Nokkuð var um að rafmagnshljóðfæri væru notuð í bakrunninn. Þessi mynd af tónlist hefur mikið um rafmagnaðan bassatakt og gítarinn er sjaldan notaður sem aðal hljóðfæri til að leiða út lagið.

Hugmyndin var að fólk gæti dansað við tónlistina og sleppt sér algjörlega. Plötusnúðurinn notaði tvo plötuspilara, míkrófón og söngkerfi sem var búnaður sem kom frá blökkumönnum. Hvítir plötusnúðar notuðu svipaða aðferð fyrir eldra fólk í kjallurum og götumiðstöðum.

Diskótek hjálpuðu til að gera dans vinsælari og jafnvel ríka fólkið fannst gaman að blandast í hópinn á aðal diskóstöðunum í New York. Aukin lengd diskólaga, áhrifarík tónlist og áhersla á hljóðfæraleikinn frekar en sönginn og persónulega texta, hneigði til sterkra evrópskra áhrifa og kallaðist þessi stíll „euro disco“ eða evrópskt diskó. Evrópsk tónskáld voru lykilhlutverk í að frelsa diskó frá tilhneigingu til að festast í fortíðinni með því að þróa form sem voru meira við hæfi. Frekar en að lengja pop lög með brellum, stúdíó snillingum sem þróuðu löng, skipulögð verk reiknuð til að fylla út heila plötu hlið, með tónlist sem fjaraði út og rann í einn takt en melódían breytileg. Lagið „Love to love you baby“ með Donna Summer er einkennandi fyrir þessa evrópsku aðferð, þar er forðast þetta hefðbundna og notast við fjölbreytilegan takt. ABBA notaðist við evrópska diskóið og náðu þau mestri velgengninni í þessum stíl. Lög sem falla sérstaklega undir þennan stíl eru smellirnir „Waterloo“, „Dancing Queen“ og „Take a Chance on Me“.

Menning[breyta | breyta frumkóða]

Þessi nýja og öðruvísi tónlist með fjölbreytt hljóðfæri og takt fann sér leið inn í hjörtu fólks. Fljótlega urðu diskótek þar sem fólk hittist til að gleyma dagsins amstri. Þar var diskótónlistin spiluð hástöfum, dansgólfin upplýst í allskyns litadýrð með diskóljósunum. Úr því fór fólk að klæða sig í föt í stíl við diskóið. Diskóið hefur alltaf haft sína eigin menningu út á fyrir sig. Tónlistin var svo há að hún fékk hjartað til að slá hraðar og ljósin skiptu um lit, með þessu fór fólk á diskótek til að bægja niður leiðinlegar tilfinningar og skipta alveg um skap í litadýrðinni og dansvænni tónlistinni. Fötin voru þröng og litrík til að sýna líkamann og voru bolir með víðu hálsmáli og buxurnar útvíðar. Með diskói jukust aðrar hefðir og fjölbreyttari tíska. Eitt af því sem diskó gerði afar vinsælt var dóp. Kókaín og „Quaalude“ voru vinsælasta dópið. Með áhrifunum frá kókaíni hjálpaði fólkinu að njóta háværra tónlistar en með áhrifum Quaalude var auðveldara að njóta litadýrðarinnar sem fylgdi ljósunum. Áhrifin frá Quaalude létu fólki líða vel og frjálst sem hjálpaði þeim að sleppa úr klaufunum í takt við kraftmikla tónlistina. Fólkið naut diskótekanna þar sem þau gátu hlustað á háværa og góða tónlist, dansað í takt, tekið inn fíkniefni og haft gaman. Diskóstaðir urðu vinsælir og jafnvel uðru sumir að áhugaverðum ferðamannastöðum. Manhattan Studio 54 var dæmi um þannig stað sem fólk lét ekki fram hjá sér fara. Diskótek lofuðu veruleikaflótta og með tónlist og ljósum samið til að koma til geðs við líða dansaranna. Þannig voru plötusnúðarnir mikilvægur partur af diskótekunum, því hann þurfti að geta spilað í takt við það sem almenningur vildi fá að heyra. Því var stundum sagt að sá sem spilaði lögin væri mikilvægari heldur en lögin sjálf.

Endalok[breyta | breyta frumkóða]

Velgengnin og áhrifaríka tískan sem diskó sá um, reiddi rokkarana til reiði. Á meðan sumir hreinlega henntu öllum diskóplötum, tóku sumir róttækari mótmæli sem skiluðu miklu meiri árangri í niðurrifi diskó. Rokkarar héldu viðburði eins og „diskókollvörpun“ til að mótmæla diskóinu. Margir hópar komu sér saman til að sýna fram á andstæðu diskósins. Eftir að hafa verið í stutta stund sem aðal pop tegundin á árunum 1978-1979, fór diskóið að missa einstaka dans og tónlistar eiginleika sína. Í framhaldi fór að birtast límmiðar og graffití á veggjum bæjarins sem á stóð „diskó sökkar“. Diskólögum var ýtt til hliðar og andstæðingar diskó mótmæltu og stöfuðu að ófriði. Rokkið mótmælti og gagnrýndi diskóið og náði að yfirbuga það á endanum. Þrátt fyrir að diskó væri úrellt héldu nokkurs konar diskótek áfram með nýrri tónlist og var diskóið oft í bakrunninum.

Diskó var því endurlífgað inn í ýmsar tegundir danstónlistar svo sem hústónlist, raftónlist, techno og svokallaðar DOR tónlist og ýmsir tónlistarmenn eins og Madonna, Kate Ryan og Suzanne Palmer spiluðu tónlist undir áhrifum diskó. Donna Summer var svo nánast sú eina sem hélt áfram að gefa út diskó eins og árin áður.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Fyrirmynd greinarinnar var „Disco“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 12. mars 2012.
  • „Disco“.
  • „The Ultimate Guide to Disco“.
  • „The Disco History page“.
  • „History of Disco“.
  • „History of disco dance“.
  • „Disco“.
  • „Disco“.
  • „Disco double take“.