Hljóðnemi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hljóðnemi frá Sennheiser

Hljóðnemi, oft kallaður míkrófónn, er tæki sem notað er til að taka upp hljóð með því að breyta því í rafmerki. Fyrsti hljóðneminn var smíðaður árið 1876 af Emile Berliner en hann var notaður í símtæki. Í dag eru hljóðnemar notaðir í mörgum ólíkum tækjum, meðal annars símum, segulbandstækjum, karaókítækjum, heyrnartækjum, labbrabbtækjum og tölvum.

Hljóðnemar breyta hljóði í rafmerki með spani, breytingum í rafrýmd eða þrýstirafmagni.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.