Tíska

Koparstunga eftir Albrecht Dürer þar sem borinn er saman klæðnaður konu frá Nuremberg (til vinstri) og konu frá Feneyjum (til hægri).
Tíska kallast vinsældabylgja í menningu, hvort sem hún er innan fatnaðar, tónlistar, byggingalistar eða útlits. Hinar ólíku tegundir tvinnast gjarnan saman.
Tíska skiptist í tímabil eftir því hvaða form er vinsælt hverju sinni. Markverð tímabil síðustu aldar eru til dæmis hippa-tímabilið, diskó-tímabilið eða Bítla-tímabilið.