Dark Side of the Moon er áttunda breiðskífabresku rokkhljómsveitarinnar Pink Floyd og kom út árið 1973. Á plötunni kanna hljómsveitarmeðlimir mannlega reynslu þar sem þemað er m.a. tíminn, græðgi, átök, ferðalög, geðsjúkdómar og dauðinn. Dark Side of the Moon er sú plata sem lengst hefur setið á bandaríska Billboard Top 200-listanum, eða í heila 741 viku.