The Division Bell er fjórtánda og jafnframt seinasta breiðskífa hljómsveitarinnar Pink Floyd. Hún var gefin út árið 1994. Mörg laganna voru tekin upp í húsbáti David Gilmour, The Astoria. Platan fékk almennt góða dóma og fannst gagnrýnendum þeim félögum í hljómsveitinni hafa tekist betur með þessa plötu heldur en A Momentary Lapse of Reason.