Dnjepr
Útlit
(Endurbeint frá Danparfljót)
46°30′N 32°18′A / 46.500°N 32.300°A
Dnjepr (Dnjepur eða Danparfljót, úkraínska: Дніпро, Dnípro) er fljót í Rússlandi, Hvíta-Rússlandi og Úkraínu, eitt hinna lengstu Evrópu, um 2285 kílómetrar á lengd. Fljótið á upptök sín vestur af Moskvu, rennur síðan til vesturs og suðurs uns það fellur í Svartahaf um 120 kílómetra austan við hafnarborgina Odessa. Mjög margar virkjanir eru í fljótinu, yfir 300 raforkuver og margar miklar stíflur. Fljótið er skipgengt að mestu í tíu mánuði á ári, en leggur í tvo mánuði á veturna. Dnjepr er mikilvæg samgönguæð í austanverðri Evrópu. Við hana standa til dæmis borgirnar Kænugarður, Dnípro-borg, Zaporízjzja, Kherson í Úkraínu.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Dnjepr fljótinu.