Fara í innihald

Dalian

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Frá Xigang hverfi sem er eitt sjö hverfa Dalian borgar. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Dalian um 7,5 milljónir manna.
Staðsetning Dalian borgar í Liaoning héraði í Kína.
Staðsetning Dalian á Liaodong-skaga í Kína, við Bóhaíhaf.
Dalian og nágrenni séð frá Landsat 5 gervihnettinum í ágúst 2020.

Dalian (kínverska: 大连市 ; rómönskun: Dàlián) er stórborg í Alþýðulýðveldinu Kína staðsett í suðurhluta Liaoning héraðs, sem er í norðaustur Kína. Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð.

Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Dalian um 7,5 milljónir manna, sem gerir hana að annarri stærstu borg Liaoning héraðs á eftir höfuðborginni Shenyang.

Dalian er á suðurodda Liaodong-skagans við Bóhaíhaf og Gulahaf. Þar er góð djúpsjávarhöfn sem jafnframt er nyrsta íslausa höfn Kína. Höfnin er notuð til viðskipta við lönd eins og Rússland, Norður- og Suður-Kóreu og Japan.

Vegna þess að hægt er að nota Dalian höfn allt árið tók rússneska keisaradæmið hana á sitt vald árið 1898 og byggði Síberíujárnbrautina allt til Dailan. Borgin tilheyrði því Rússum á árunum 1898 og 1905. Borgin varð aðalflotahöfn Rússa í Mansjúríu.[1]

Í stríði Rússlands og Japans 1904–05 féll borgin undir undir Japanska keisaradæmið.[2] Réðu þeir henni frá 1905 til 1945 .

Að lokinni síðari heimsstyrjöld 1945 eftir sigur á Japan tóku Sovétríkin borgina yfir. Var það samkvæmt áformum sem bandamenn höfðu samþykkt á Jaltaráðstefnunni.[3] Var síðar sérstakur samningur gerður milli Kína og Sovétríkjanna sem leyfði Sovétríkjunum að nota borgina sem flotastöð í tíu ár eftir lok styrjaldarinnar. Eftir það fór borgin aftur undir kínverskt fullveldi.

Bretar hertóku strandsvæði sem kennt er við Qingniwa á Liaoning-skaga í seinna ópíumstríðinu árið 1858, en skiluðu því aftur til kínverskra yfirráða árið 1860. Flotahöfnin var síðar kennd á ensku „Port Arthur“ eftir breska sjóðliðsforingjanum William Arthur, en Kínverjar kölluðu höfnina Lüshun.

Borgin var áður þekkt sem Lüda eða Lüta. Undir rússneskri stjórn bar hún nafnið Artúrshöfn („Port Arthur“) (rússneska: Порт-Артур), og undir japönskum yfirráðum nafnið Ryojun. Í íslenskum prentmiðlum á síðustu öld er gjarnar vísað til Artúrshafnar eða „Port Arthur“.

Núverandi borg samanstendur af áður tveimur sjálfstæðum borgum Dalian og Lüshun, sem voru sameinaðar árið 1950 undir nafninu sem Lüda. Árið 1981 var nafnið Dalian tekið upp að nýju og Lüshun varð hverfi í borginni.[4]

Lýðfræði

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Dalian 4.913.879 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 7.450.785.

Atvinnuvegir

[breyta | breyta frumkóða]
Dalian Jinzhouwan alþjóðaflugvöllurinn í byggingu á landfyllingu. Hann er hannaður fyrir 70 milljónir farþega á ári og eina milljón tonna af vöruflutningum.

Í Dalian borg hefur verið ör hagvöxtur allt frá 1950. Árið 1984 var Dalian útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í samræmi við frjálsari efnahagsstefnu landsins. Opnað var fyrir erlenda fjárfestingu, sem ýtti enn frekar undir framþróun borgarinnar.[5] Í kjölfarið fjárfestu erlend fyrirtæki þar í framleiðslu. Japönsk fyrirtæki á borð við Canon, Mitsubishi Electric, Nidec, Sanyo Electric og Toshiba, buggðu þar upp starfssemi. Á eftir fylgdu fyrirtæki frá Suður Kóreu, Bandaríkjunum (Intel) og Evrópu (Pfizer).

Borgin er nú mikil iðnaðarmiðstöð og þekkt fyrir fjölbreytni. Auk skipasmíði og smíði járnbrautavagna sem er fyrirferðamikil í borginni, eru þar framleiddar ýmsar vélar, rafeindatæki, efna-, olíu- og vefnaðarvara. Hátæknifyrirtæki hafa orðið þar sífellt mikilvægari. Kínverski bílsmiðurinn BYD einn söluhæsti rafbílasmiður heims hefur verksmiðjur í borginni.[6] Þar eru framleiddir rafknúnir strætisvagnar fyrirtækisins.

Höfnin í Dalian er meðal þeirra stærstu í Kína og einn annasamasta höfn heims, með tengingar til 300 hafna 160 ríkja heims. Hún er Borgin er einnig mikil miðstöð fiskveiða og sjávar. Borgin hefur haldið áfram sem mikilvæg járnbrautarstöð og er tengd með hraðbraut til Shenyang og þaðan til annarra svæðisbundinna miðstöðvar. Alþjóðaflugvöllurinn er með reglubundið flug til borga í Japan og Kóreu, sem og til annarra stórborga í Kína. Eldri flugvöllur borgarinnar sem byggður var 1927, kenndur við Dalian Zhoushuizi (IATA: DLC, ICAO: ZYTL) var ekki hannaður með 20 milljónir farþega í huga. Því er nýr flugvöllur Dalian Jinzhouwan alþjóðaflugvöllurinn (IATA: DLC; ICAO: ZYTL), sem er byggður á landfyllingu. Hann mun fyrst opna 2026 og er hannaður fyrir 70 milljónir farþega á ári og eina milljón tonna af vöruflutningum.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Morgunblaðið - Sunnudagsblað Morgunblaðsins (24.10.1971) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 17. júlí 2022.
  2. „Reykjavík - 38. tölublað (26.08.1904) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 17. júlí 2022.
  3. „Morgunblaðið - 42. tölublað (20.02.1970) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 17. júlí 2022.
  4. „Dalian | China | Britannica“. www.britannica.com (enska). Sótt 17. júlí 2022.
  5. „Dalian | China | Britannica“. www.britannica.com (enska). Sótt 17. júlí 2022.
  6. „BYD á toppinn“. www.mbl.is. Sótt 17. júlí 2022.