Fara í innihald

Dýrafjarðarmálið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Dýrafjarðarmálið vísar í hatrammar deilur og umræður, sem spruttu í kjölfar nýrra laga um siglingar og verslun á Íslandi, sem gengu í gildi 1855. Lögin sem voru samþykkt 15. apríl 1854 höfðu tekið gildi 1. apríl 1855, þremur mánuðum áður en Alþingi Íslendinga kom saman þetta ár. Þar var setið á rökstólum til 9. ágúst, en 20. júlí þetta sumar lá franska freigátan La Bayonnaise í Reykjavíkurhöfn. Yfir henni var flotaforingi nokkur, B. Demas að nafni, sem bar erindi undir þingið þess efnis að Frakkar fengju leyfi til fiskþurrkunar í Dýrafirði.[1].

Launverslun og ný lög um siglingar og verslun

[breyta | breyta frumkóða]

Öll þau 253 ár sem verslunareinokun var lögboðin, reru erlendir fiskimenn samt sem áður til fiskjar á norðlægum miðum. Þeir komu frá ýmsum löndum, en frægt er að á 16. og 17. öld stunduðu íberískir sjómenn miklar veiðar nálægt Vestfjörðum (sjá Spánverjavígin). Allan þennan tíma, í skugga einokunar sem hafði hvílt eins og mara á þjóðinni frá 20. apríl 1602 [2] og var til þess að þjóna hagsmunum mekantílista, voru Íslendingar taldir stunda refsiverða launverslun við sæfarana erlendu.

Með nýju lögunum voru fólgin minnkuð afskipti og áhrif Dana, en skv. konunlegri tilskipun frá 18. ágúst 1786 hafði afnám einokunar verið formlega boðað og var henni hætt — að nafninu til — þann 31. desember 1787. Næsta dag 1. janúar 1788 varð Íslandsverslunin að svokallaðri fríhöndlun. Eitt ákvæðið í fríhöndlunartilskipuninni var samt sem áður bann við verslun Íslendinga við aðra en þegna Danakonungs. Kaupmenn þurftu einnig að uppfylla ýmis skilyrði, svo sem að hafa næg matvæli í vöruhúsum ef til hungursneyðar kæmi. Fríhöndlun þessi var því ekki með þeim hætti að hana mætti telja til fríverslunar, skv. nútímaskilningi.

Þetta fól í sér að dönsk afskipti og áhrif kæmu til með að minnka hratt með tilkomu stærri og frjálsari markaða, enda þótt danska krúnan ætti sér enn marga dygga áhangendur. Ásælni Frakka eftir aðstöðu á Íslandi vakti athygli og mótstöðu, bæði í Danmörku og Bretlandi, en Frökkunum líkaði veran í Dýrafirði og vildu ganga til samninga um að stofna þar — án launverslunar — franska fiskimannanýlendu.

Haukadalsfranskan og Napóleon prins

[breyta | breyta frumkóða]

Þessar breyttu aðstæður til verslunar og viðskipta á Íslandi vöktu mikinn áhuga utan landsteinanna, þ. á.m. Napoleons III sem þá ríkti yfir Hinu síðara franska keisaraveldinu. að frá árunum 1855 og 1856 reyndu þeir að fá aðstöðu til fiskverkunar og vildu stofna nýlendu í Dýrafirði. Deilur voru meðal Íslendinga í Kaupmannahöfn og á Alþingi 1857. Jón Sigurðsson taldi skynsamlegt að semja við Frakka um Dýrafjörð ef tollar væru lækkaðir í Frakklandi.

Kunnugt er, að heimamenn vestur á fjörðum og baskneskir sæfarar mynduðu sín á milli á 16. öld einstakt basknesk-íslenskt blendingsmál, þar sem soðin voru saman jafn ólík tungumál og basneska (sem ekki tilheyrir ætt indóevrópskra mála) og íslenska. Blendingsmál af þessu tagi eru alþekkt úr flestum nýlenduríkjum, þar sem frumbyggjar urðu með frumstæðasta hætti að koma sér upp samskiptamáta — hvort sem þurfti látbragð, búkhljóð eða alvöru orð. Einkum mun þetta hafa verið tilfellið í frönskum nýlendum, t.d. Haítí. Dýrafjörður mun ekki vera undanskilinn því, að þar í Haukadal hafi myndast einstakt afbrigði blendingsmáls milli íslensku og frönsku, sem nefnd var haukadalsfranska. [3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]