Fara í innihald

Dílaburkni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dílaburkni

Ástand stofns

Öruggt (TNC)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Byrkningar (Pteridophyta)
Flokkur: Burknar (Pteridopsida)
Ættbálkur: Dryopteridales
Ætt: Þrílaufungsætt (Dryopteridaceae)
Ættkvísl: Dryopteris
Tegund:
D. expansa

Tvínefni
Dryopteris expansa
(C. Presl) Fraser-Jenk. & Jermy
Samheiti

Dryopteris assimilis S.Walker

Dílaburkni, fræðiheiti Dryopteris expansa[1], er burknategund af þrílaufungsætt, ættaður úr svölum tempruðum og norðlægari svæðum Norðurhvels, í mikilli hæð suður til Spánar og Grikklands í suður Evrópu, til Japan í austur Asíu, og til mið Kaliforníu í Norður Ameríku. Þessari tegund var fyrst lýst frá Þýskalandi. Hann kýs svala, raka bland- eða barrskóga og vex þar oft á rotnandi trjám, og klettasprungum í fjallshlíðum. Hann er yfirleitt rakakær og sérstaklega við árbakka.

Hann er með kröftugan, viðarkenndan, láréttan jarðstöngul, með stórum, grænum tvífjaðurskiftum blöðum, 10–60 sm (sjaldan 90 sm) löngum. Gróblettir eru neðan á blöðunum. Fjölgun með gróum og með skiftingu á stönglinum.

Litningatalan er 2n = 82.[2]

Fræðiheiti tegundarinnar, expansa, kemur úr latínu expando, í merkingunni að "breiðast út".

Rótin inniheldur filicin, efnasamband sem lamar bandorma og og önnur sníkjudýr í innyflum og hefur verið notaður sem ormahreinsir.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „BSBI List 2007“. Botanical Society of Britain and Ireland. Afrit af upprunalegu (xls) geymt þann 25. janúar 2015. Sótt 17. október 2014.
  2. C. Michael Hogan. 2008


Viðbótarlesning

[breyta | breyta frumkóða]
  • Rünk, Kai; Zobel, Martin; Zobel, Kristjan (2012). „Biological Flora of the British Isles: Dryopteris carthusiana, D. dilatata and D. expansa. Journal of Ecology. 100: 1039–1063. doi:10.1111/j.1365-2745.2012.01985.x.
  • Paarlahti, Jouni, Myrkkykasvit. WSOY, 2005. ISBN 951-0-30079-9
  • Oulun kasvit. Piimäperältä Pilpasuolle. Toim. Kalleinen, Lassi & Ulvinen, Tauno & Vilpa, Erkki & Väre, Henry. Luonnontieteellinen keskusmuseo, Kasvimuseo, Norrlinia 11 / Oulun kaupunki, Oulun seudun ympäristövirasto, julkaisu 2/2005. Yliopistopaino, Helsinki 2005.
  • Retkeilykasvio. Toim. Hämet-Ahti, Leena & Suominen, Juha & Ulvinen, Tauno & Uotila, Pertti. Luonnontieteellinen keskusmuseo, Kasvimuseo, Helsinki 1998.
  • Ålands flora. Toim. Hæggström, Carl-Adam & Hæggström, Eeva. Toinen laajennettu painos. Ekenäs Tryckeri, Ekenäs 2010.


  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.