Courteney Cox
Courteney Cox | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fædd | Courteney Bass Cox 15. júní 1964 |
Helstu hlutverk | |
Monica Geller í Friends |
Courteney Bass Cox (f. 15. júní 1964) er bandarísk leikkona. Hún er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Monica Geller í gamanþátaröðinni Vinir (e. Friends), Gale Weathers í hryllingsmyndunum Scream og Jules Cobb í gamanþáttaröðinni Cougar Town, en hún fékk sína fyrstu Golden Globe tilnefningu fyrir hlutverkið. Cox hefur einnig leikið í þáttaröðinni Dirt sem framleidd var af Couqette Productions, framleiðslufyrirtæki í eigu hennar og þáverandi eiginmanns hennar, David Arquette.
Æska
[breyta | breyta frumkóða]Courteney Cox ólst upp í úthverfi Birmingham, Mountain Brook í Alabama og er dóttir viðskiptamannsins Richard Lewis Cox (28. janúar 1931 - 3. september 2001) og eiginkonu hans, Courteney (áður Bass, síðar Copeland). Hún á tvær eldri systur, Virginu og Dottie, og einnig eldri bróðir, Richard Jr. Foreldrar hennar skildu árið 1974 og móðir hennar giftist viðskiptamanninum Hunter Copeland. Eftir að hafa útskrifast úr menntaskólanum í Mountain Brooke, fór Cox í Mount Vernon háskólann í Washington, D.C., en kláraði ekki arkitektanám sitt þar og ákvað heldur að láta reyna á það að verða leikkona og fyrirsæta.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Fyrstu árin
[breyta | breyta frumkóða]Árið 1984 lék Cox í tónlistarmyndbandi við lag Bruce Springsteen, „Dancing in the Dark“, þar sem hún lék konu sem var dregin upp á svið til að dansa við Springsteen. Cox varð fyrsta manneskjan til að nota orðið „blæðingar“ í bandarísku sjónvarpi árið 1985 í auglýsingaherferð fyrir Tampax-túrtappa. Á fyrstu árum sjónvarpsferils síns lék hún m.a. í skammlífu þáttaröðinni Misfit of Science (1985), en hún fór einnig með aukahlutverk (1987-89) í sjónvarpsþáttaröðinni Family Ties þar sem hún lék Lauren Miller, kærustu Alex P. Keaton (Michael J. Fox). Fyrstu kvikmyndirnar sem hún lék í eru m.a. Masters of the Universe (1987) og Cocoon: The Return (1988). Hún fór með hlutverk Jewel í myndinni Mr. Destiny árið 1990. Árið 1994, stuttu áður en hún byrjaði að leika í Friends lék Cox á móti Jim Carrey í kvikmyndinni Ace Ventura: The Pet Detective og í Seinfeld þar sem hún fór með hlutverk kærustu Jerry sem hét Meryl.
Friends
[breyta | breyta frumkóða]Seinna árið 1994 var Cox beðin um að koma í áheyrnaprufu fyrir hlutverk Rachel Green í nýjum gamanþætti, Friends, en hún var ráðin í hlutverk Monicu Geller í staðinn. Í fyrstu var hún frægasti meðlimur leikaraliðs nýja þáttarins, gekk Cox til liðs við Jennifer Aniston (Rachel Green), Lisu Kudrow (Phoebe Buffay), Matt LeBlanc (Joey Tribbiani), Matthew Perry (Chandler Bing) og David Schwimmer (Ross Geller), en hlutverkið átti eftir að verða hennar frægasta og voru gerðar 10 þáttaraðir, fram til 2004. Samkvæmt Heimsmetabók Guinnes (2005) er Cox (ásamt meðleikkonum sínum) hæst launaða sjónvarpsleikkona allra tíma, en hún fékk 1 milljón dollara í laun fyrir hvern þátt, síðustu tvær þáttaraðirnar af Friends.
Milli þáttaraða fimm og sex giftist Cox leikaranum David Arquette, og breytti nafni sínu í Courteney Cox Arquette. Í gríni var eftirnafni Davids, Arquette, bætt fyrir aftan eftirnöfn allra leikaranna í þættinum "The One After Vegas". Þátturinn var einnig tileinkaður "Courteney og David, sem giftu sig" - sem var vísun í ákvörðun Monicu og Chandlers að giftast ekki í þættinum.
Kvikmyndaferill
[breyta | breyta frumkóða]Á meðan Cox lék í Friends lék hún einnig í stóru Hollywood kvikmyndunum Scream (1996), Scream 2 (1997) og Scream 3 (2000) þar sem hún fór með hlutverk Gale Weathers. Hún hitti eiginmann sinn, David Arquette, sem lék ástmann hennar, Dwight "Dewey" Riley" í myndinni, á meðan tökur á fyrstu Scream myndinni stóðu yfir. Bæði Cox og Arquette endurtóku hlutverk sín úr Scream þríleiknum í kvikmyndnni Scream 4 árið 2011. Myndin kom í kvikmyndahús þann 15. apríl 2011.
Aðrar myndir sem hún hefur leikið í eru m.a. The Runner, 3000 Miles to Graceland og The Shrink Is In. Seinni hluta árs 2003 framleiddu Cox og Arquette eina þáttaröð af raunveruleikaþættinum Mix It Up. Lífstílsþátturinn, sem sýndur var á We cable-stöðinni, glímdi við lágar áhorfstölur og var ekki endurnýjaður fyrir aðra þáttaröð.
Önnur vinna
[breyta | breyta frumkóða]Eftir hlutverk sitt í Friends, var Cox fyrsta val framleiðandans Marc Cherry við val á leikkonu í hlutverk Susan Mayer í Aðþrengdum eiginkonum. Cox var hins vegar ekki laus þar sem hún var ólétt og fékk Teri Hatcher því hlutverkið. Nokkrum árum seinna skrifaði Cox undir samning við ABC-stöðina um að leika í sinni eigin þáttaröð. Eftir Friends lék Cox í óháðu kvikmyndinni November (2005) sem fór í fá kvikmyndahús; og lék einnig á móti Tim Allen í Zoom. Hún talaði einnig inn á teiknimyndina Barnyard.
Árið 2007 lék Cox Lucy Spiller, ritstjóra slúðurblaðs, í þættinum Dirt. Cox og eiginmaður hennar, David Arquette, voru aðalframleiðendur þáttaraðarinnar. Þáttaröðin endaði eftir aðra þáttaröðina árið 2008. Í júlí 2008 tilkynnti Entertainment Weekly að Cox hefði skrifað undir þriggja þátta samning við þáttaröðina Nýgræðingar (e. Scrubs). Í þriðja þættinum sagði hún við Dr. Cox að henni fyndist Cox "fáranlegt nafn", sem var vísun í hennar eigið nafn.
Árið 2009 byrjaði Cox að leika í þáttunum Cougar Town sem sýndir eru á ABC stöðinni og fer hún með hlutverk nýlega fráskildrar fertugrar konu sem er í leit að nýjum ævintýrum. Sýningar á þriðju þáttaröðinni hófust í febrúar 2012 í Bandaríkjunum.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Cox hefur átt nokkra kærasta í gegnum tíðina, þ.á m. Ian Copeland, og hún átti í löngu sambandi við leikarann Michael Keaton á árunum 1989-1995. Cox átti einnig í ástarsambandi við söngvarann Adam Duritz í hljómsveitinni Counting Crows.
Cox giftist leikaranum David Arquette þann 12. júní 1999. Þann 13. júní 2004 fæddi Cox dótturina Coco Riley Arquette. Jennifer Aniston er guðmóðir Coco. Þann 11. október 2010 var tilkynnt að Cox og Arquette væru skilin að borði og sæng, þó að þau haldi enn góðu sambandi, bæði sem vinir og vinnufélagar. Hvorugt þeirra hefur þó sótt um lögskilnað.
Hlutverk
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmyndir
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
---|---|---|---|
1987 | Down Twisted | Tarah | |
Masters of the Universe | Julia "Julie" Winston | ||
1988 | Cocoon: The Return | Sara | |
1990 | Mr. Destiny | Jewel Jagger | |
1991 | Blue Desert | Lisa Roberts | |
1992 | Shaking the Tree | Kathleen | |
The Opposite Sex and How To Live With Them | C "Carrie" Davenport | ||
1994 | Ace Ventura: Pet Detective | Melissa Robinson | |
1996 | Scream | Gale Weathers | |
1997 | Commandments | Rachel Luce | |
Scream 2 | Gale Weathers | ||
1999 | The Runner | Karina | |
Alien Love Triangle | Alice Connor | Stuttmynd | |
2000 | Scream 3 | Gale Weathers | |
2001 | 3000 Miles to Graceland | Cybil Waingrow | |
The Shrink Is In | Samantha Crumb | ||
Get Well Soon | Lily "Lillian" | ||
2004 | November | Sophie Jacobs | |
2005 | The Longest Yard | Lena | Kemur ekki fram í kreditlista |
2006 | Barnyard: The Original Party Animals | Kýrin Daisy | Rödd |
Zoom | Marsha Holloway | ||
The Tripper | Cynthia | Einnig Framleiðandi | |
2008 | The Monday Before Thanksgiving | Cece | Stuttmynd |
2008 | Bedtime Stories | Wendy | |
2011 | Scream 4 | Gale Weathers Riley |
Sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Titll | Hlutverk | Athugasemd |
---|---|---|---|
1984 | As the World Turns | Bunny | |
1985 | Code Name: Foxfire | Flugfreyja | Kemur ekki fram í kreditlista Sjónvarpsmynd NBC |
1985-1986 | Misfits of Science | Gloria Dinallo | 16 þættir |
1986 | The Loveboat | 1 þáttur | |
Sylvian in Paradise | Lucy Apple | 1 þáttur á NBC | |
Murder, She Wrote | Carol Bannister | 1 þáttur | |
1987 | If It's Tuesday, It Still Must Be Belgium | Hana Wyshocki | Sjónvarpsmynd NBC |
1987-1989 | Family Ties | Lauren Miller | 21 þættir |
1988 | I'll Be Home For Christmas | Nora Bundy | Sjónvarpsmynd NBC |
1989 | Roxanne: The Prize Pulitzer | Jacquie Kimberly | Sjónvarpsmynd |
Judith Krantz's Till We Meet Again | Marie-Frederique "Freddy" de Lancel | Lítil þáttaröð á CBS-stöðinni | |
1990 | Curiosity Kills | Gwen | Sjónvarpsmynd NBC |
1991 | Morton & Hayes | Lucy "Lucielle" Prinsessa | 1 þáttur |
1992 | Battling For Baby | Katherine | Sjónvarpsmynd CBS |
Dream On | Alisha | 1 þáttur | |
1993 | The Trouble With Larry | Gabriella Easden | |
1994 | Seinfeld | Meryl | 1 þáttur |
1994-2004 | Friends | Monica Geller | 236 þættir |
1995 | Sketch Artist II: Hands that See | Emmy | Sjónvarpsmynd |
Saturday Night Live | Kynnir | 1 þáttur | |
1999 | Happily Ever After: Fairy Tales for Every Child | Emerald Salt Pork | Rödd 1 þáttur |
2007-2008 | Dirt | Lucille "Lucy" Spiller | 20 þættir |
2009 | Scrubs | Taylor Maddox | 3 þættir |
Web Therapy | Serena Duvall | 3 þættir | |
2009 - | Cougar Town | Jules Cobb | Aðalhlutverk |
2011 | Private Pratctice | Sjúklingur | 1 þáttur |
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirmynd greinarinnar var „Courteney Cox“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt maí 2012.