Scream 2

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Merki Scream 2.

Scream 2 (ísl. Öskur 2) er bandarísk hrollvekjumynd frá 1997 og er framhaldsmynd af Scream frá 1996. Höfundur fyrstu myndarinnar, Kevin Williamson, samdi framhaldsmyndina og Wes Craven, leikstjóri fyrstu myndarinnar, leikstýrði framhaldinu. Með aðalhlutverkin fara David Arquette, Neve Campbell, Courtney Cox og Jamie Kennedy ásamt öðrum leikurum.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Tvö ár eru liðin frá Woodsboro-morðunum og Sidney er byrjuð í Windsor-háskólanum ásamt Randy, sem lifði fyrri myndina af. Sidney er byrjuð í leiklist og er á föstu með strák sem heitir Derek. Cotton Weary var sýknaður morðinu á móður Sidneyar og Gale Weathers hefur gefið út bók byggt á Woodsboro-morðunum. Á frumsýningu hrollvekjumyndarinnar Stab (sem er byggð á bók Gale) eru tveir Windsor nemendur (Maureen Evans og Phil Stevens) myrtir af Ghostface. Skyndilega fylkjast fjölmiðlarnir að Sidney meðal þeirra Gale og smáfréttakonan Debbie Salt. Dewey kemur til Windsor til að vernda Sidney og fær hrollvekjusérfræðinginn Randy að hjálpa sér að klófesta morðingjann. Þegar Casey „Cici“ Cooper er myrt sjá Gale og Dewey að morðinginn er að herma eftir Woodsboro-morðunum (Maureen Evans - Maureen Prescott; Phil Stevens - Steven Orth; og Casey Cooper - Casey Becker).

Í enda myndarinnar kemur í ljós að morðingjarnir voru Mickey og Debbie Salt. Debbie var í rauninni frú Loomis, móðir Billys, og ætlaði að drepa Sidney fyrir að hafa drepið son sinn. Hún fann Mickey á spjallsíðu og fékk til að hjálpa sér þegar hún borgaði háskólanámið hans. Mickey ætlaði að láta lögregluna handtaka sig og síðan ætlaði hann að kenna kvikmyndunum um og öðlast frægð í gegnum réttarhöldin. Frú Loomis skýtur síðan Mickey og reynir að drepa Sidney en Cotton Weary bjargar henni. Í endanum lifðu bara Sindey, Dewey, Gale og Cotton af (Randy var myrtur af frú Loomis fyrir að tala illa um Billy og Derek var myrtur af Mickey).

Upphaflega áttu Hallie, Derek og frú Loomis að vera morðingjarnir en handritið var opinberað þannig að Hallie og Derek voru drepin og Mickey var gerður að hinum morðingjanum.

Leikarar[breyta | breyta frumkóða]

 • David Arquette sem Dwight „Dewey“ Riley
 • Neve Campbell sem Sidney Prescott
 • Courtney Cox sem Gale Weathers
 • Jamie Kennedy sem Randy Meeks
 • Jerry O'Connell sem Derek
 • Laurie Metcalf sem Debbie Salt/frú Loomis
 • Timothy Olyphant sem Mickey, kvikmyndanemandi og vinur Dereks
 • Liev Schreiber sem Cotton Weary
 • Elise Neal sem Hallie, vinkona og herbergisfélagi Sidneyar
 • Duane Martin sem Joel, myndatökumaður Gale
 • Lewis Arquette sem Hartley lögregluforingi
 • Sarah Michelle Gellar sem Casey „Cici“ Cooper
 • Jada Pinkett sem Maureen Evans
 • Omar Epps sem Phil Stevens
 • Roger L. Jackson sem rödd Ghostface

Vinnsla[breyta | breyta frumkóða]

Meðan var verið að taka upp fyrstu Scream-myndina stakk Kevin Williamson upp á því að gera þetta að þríleik ef fyrsta myndin yrði nógu vinsæl og var hún heldur betur það. Wes Craven ákvað að leikstýra framhaldsmyndinni og leikurunum leist vel á handritið og komu aftur. Þrátt fyrir að koma út einu ári eftir að fyrri myndin kom út er tvö ár liðin frá Woodsboro-morðunum.

Viðtökur[breyta | breyta frumkóða]

Myndin fékk ágætisdóma og flestum finnst myndinn jafngóð ef ekki betri en fyrri myndin (sem er sjaldgjæft hjá framhaldsmyndum). Það eina sem aðdáendunum líkaði ekki var að Randy þurfti að deyja enda var hann uppáhaldspersóna flestra.