Skotbakvörður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Leikstöður í körfuknattleik
  Leikstjórnandi
Skotbakvörður
Lítill framherji
Kraftframherji
Miðherji

Skotbakvörður er leikstaða í körfuknattleik. Hún er yfirleitt skipuð lágvaxnari, léttari og sneggri einstaklingi en framherjar. Hann er oftar en ekki besta skyttan í liðinu, en getur einnig keyrt að körfunni. Margir skotbakverðir geta einnig leikið stöðu lítils framherja.

Michael Jordan, einn þekktasti körfuknattleiksmaður sögunnar, var skotbakvörður, og hjálpaði til að við skilgreina stöðuna eins og hún er í dag. Aðrir frægir skotbakverðir fyrri tíma eru m.a. Clyde Drexler, Walt Frazier, Kobe Bryant, Tracy McGrady, Ray Allen og Dwyane Wade. Meðal skotbakvarða sem eru að spila í dag má nefna DeMar DeRozan, James Harden, Victor Oladipo og Jimmy Butler.

Af íslenskum skotbakvörðum má m.a. nefna Pálmar Sigurðsson, Helga Jónas Guðfinnsson, Guðjón Skúlason, Magnús Þór Gunnarsson, Herbert Arnarson og Brynjar Snær Grétarsson.