Fara í innihald

Borgarstjórinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Borgarstjórinn voru grínsjónvarpsþættir sýndir á Stöð 2 árið 2016. Þættirnir fjölluðu um drykkfelda borgarstjórann Lúðvík (leikin af Jóni Gnarr) sem man oftast ekki hverju hann lofaði eða hverjum vegna áfengisvanda síns.[1] Með helstu aðalhlutverk fóru þau Jón Gnarr sem Lúðvík borgarstjóri, Pétur Jóhann Sigfússon sem aðstoðarmaður borgarstjóra og Helga Braga Jónsdóttir sem borgarfulltrúi. Með fleiri hlutverk fara Svandís Dóra Einarsdóttir, Benedikt Erlingsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Þröstur Guðbjartsson, Rúnar Freyr Gíslason, Bergur Þór Ingólfsson, Víkingur Kristjánsson, Laddi, Ragnheiður Steindórsdóttir, Hafdís Helga Helgadóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Dóri DNA og Steinþór Hróar Steinþórsson. Framleiðendur voru RVK Studios og Stöð 2. Höfundar handrits voru Jón Gnarr, Pétur Jóhann Sigfússon, Hrefna Lind Heimisdóttir og Ólafur S.K. Þorvalds. Leikstjórar voru Jón Gnarr, Gagga Jónsdóttir og María Reyndal. Þættirnir vorru sýndir frá 16. október - 17. desember 2016 og voru tíu talsins.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Borgarstjórinn“. Kvikmyndavefurinn. Sótt 20. október 2020.
  2. Borgarstjórinn (TV Series 2016– ) - IMDb, sótt 20. október 2020