Fara í innihald

Kúskús

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kúskús með ýmsum grænmetisáleggjum.

Kúskús (arabíska: كُسْكُس‎ kuskus) er norðurafrískur réttur með litlum gufusoðnum kúlum af harðhveitimjöli. Hefðbundið kúskús er borið fram með einhvers konar pottrétti ofan á. Kúskús er borðað víða í Alsír, Egyptalandi, Líbíu, Marokkó, Máritaníu og Túnis. Á vesturlöndum er kúskús oft selt þurkkað með kryddbréfi og borðað sem meðlæti eða aðalréttur.

Kúskús er talið rekja rætur sínar til Norður-Afríku, en Berbar neyttu þess á 7. öld. Orðið kúskús er hugsanlega af arabísku kaskasa „að mylja“ eða bebísku seksu „hnöttóttur“.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.