Fara í innihald

Búðarhálsvirkjun

Hnit: 64°14′6″N 19°22′5″V / 64.23500°N 19.36806°V / 64.23500; -19.36806
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

64°14′6″N 19°22′5″V / 64.23500°N 19.36806°V / 64.23500; -19.36806

Búðarhálsvirkjun
Stöðvarhúsið við Búðarhálsvirkjun 29. maí 2012
Byggingarár 2010-2013
Afl 95 MW
Virkjað vatnsfall Þjórsá
Fallhæð ~40 m
Framleiðslugeta 585 gígavattsstundir/ári
Meðalrennsli 189 /sek
Vatnasvið 7 km²
Fjöldi hverfla 2 vélasamstæður
Tegund hverfla Kaplan á lóðréttum ási
Aðrennslisgöng 4 km löng
Frárennslisskurður 330 m út í Sultartangalón
Eigandi Landsvirkjun

Búðarhálsvirkjun er vatnsaflsvirkjun í eigu Landsvirkjunar sem er nú á framkvæmdastigi. Áætlað er að framkvæmdum ljúki fyrir lok 2013. Virkjunin er staðsett á milli Sultartangastöðar og Hrauneyjafossstöðvar. Hún nýtir vatnsafl úr Köldukvísl, Sporðöldukvísl og Tungnaá. Virkjunin mun nýta 40 m fallhæð með rennsli upp á 280 /sek og áætlað afl virkjunarinnar er 95 MW og orkuframleiðsla 585 GwH/ári.

Framkvæmdir[breyta | breyta frumkóða]

Framkvæmdir á virkjuninni er skipt á marga verkþætti og boðið út. Stærsti verktakinn er Ístak sem sér um alla uppsteypu, gangnagröft og jarðvinnu. Þýska fyrirtækið Voith Hydro smíðar vélbúnaðinn og ÍAV sér um lokubúnað og þrýstipípur. Hnit verkfræðistofa hefur eftirlit með framkvæmdunum ásamt starfsmönnum Landsvirkjunnar. Hönnun virkjunarinnar er í höndum verkfræðistofanna Verkís, Mannvit og Efla.

Upphaflega var samið við slóvenska fyrirtækið Montavar um að hanna og smíða lokubúnað og þrýstipípur. Þegar hönnun var að mestu leyti lokin varð fyrirtækið gjaldþrota og í stað þeirra var samið við ÍAV um þann verkþátt.

Framkvæmdir á virkjuninni hófust seint á árinu 2010 og áætlað að þeim ljúki fyrir árslok 2013. Uppsett afl virkjunarinnar átti samkvæmt útboðsgögnum Landsvirkjunar að vera 80 MW en samið var við Voith Hydro að stækka vélarnar svo afl þeirra yrði 95 MW.

Umhverfisáhrif[breyta | breyta frumkóða]

Stíflað verður Köldukvísl, Sporðöldukvísl og Tungnaá til að mynda nýtt lón, Sporðöldulón. Flatarmál lónsins er samtals 7 km² og rými þess 50 Gl við venjulegar rekstaraðstæður.

17 kílómetra háspennulína verður lögð frá Búðarhálsstöð að tengivirki við Sultartangastöð.

Hækka þarf brúnna yfir Sporðöldukvísl og veginn við hana á þjóðvegi 26 um 3 metra.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]