Fara í innihald

August Immanuel Bekker

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
August Immanuel Bekker.

August Immanuel Bekker (21. maí 17857. júní 1871) var þýskur textafræðingur og fornfræðingur.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Bekker fæddist í Berlín.

Hann hlaut menntun í fornfræði við háskólann í Halle undir leiðsögn Friedrichs Augusts Wolf, sem taldi Bekker efnilegasta nemanda sinn. Árið 1810 var hann skipaður prófessor í heimspeki við Berlínarháskóla. Á árunum 1810 til 1821 ferðaðist hann víða um Frakkland, Ítalíu, England og Þýskaland og rannsakaði forn handrit og viðaði að sér efni til að nota í ritstjórnarvinnu sinni.

Eitthvað af rannsóknum hans birtist í Anecdota Graeca, (1814-1821) en helstu afrek hans voru útgáfur hans á textum hinna ýmsu fornu höfunda. Hann fékkst við nánast alla höfunda forngrískra bókmennta að harmleikjaskáldum og lýrískum skáldum undanskildum. Hann er einkum þekktur fyrir útgáfu sína á verkum Aristótelesar (1831-1836) en fyrir útgáfur sínar á verkum Platons (1816-1823), attísku ræðumönnunum (1823-1824), Aristófanesar (1829) og býsönskum sagnariturum í 25 bindum (Corpus Scriptorum Historiae Byzantinae). Einu latnesku höfundarnir sem hann fékkst við voru Livius (1829-1830) og Tacitus (1831).

Bekker fékkst einungis við textafræði og textarýni og hélt sig handritin sjálf. Hann lagði lítið af mörkum til allmennrar fræðilegrar umræðu. Bekker-tölur eru oft notaðar í fræðilegum útgáfum verka til þess að vísa til staða í verkunum.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]