Atómskáld
Útlit
Atómskáld kölluðust íslensk ljóðskáld í kringum 1950 sem tóku ljóðagerðina nýstárlegum tökum. Halldór Laxness notaði hugtakið upphaflega í bók sinni Atómstöðinni útgefinni í mars 1948 í háðungarskyni en orðið breyttist síðar í sæmdarheiti sem skáldin gengust við. Atómskáldin sögðu hefðinni stríð á hendur, bragfræðin var iðulega látin lönd og leið, þeir notuðu nýstárlegt myndmál og ljóðin fylgdu ekki ætíð strangri rökhugsun.
Íslensk atómskáld
[breyta | breyta frumkóða]- Dagur Sigurðarson
- Einar Bragi
- Hannes Sigfússon
- Jón Óskar
- Jónas Svafár
- Matthías Johannessen[1]
- Sigfús Daðason
- Stefán Hörður Grímsson
- Steinn Steinarr
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Æviágrip- Matthías Johannessen á skólavefinum
