Sigfús Daðason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sigfús Daðason (20. maí 192812. desember 1996) var íslenskt ljóðskáld.

Sigfús lauk námi við Menntaskólann í Reykjavík árið 1951, sama ár og fyrsta ljóðabók hans kom út, Ljóð. Hann hélt til Parísar, þar sem hann lagði stund á latínu og bókmenntafræði og lauk þar námi árið 1959. Hann var meðritstjóri Tímarits Máls og menningar frá árinu 1962-76 og framkvæmdastjóri bókaútgáfu Máls og menningar frá 1971-76. Þá starfrækti hann eigið forlag, Ljóðhús. Hann kenndi við Háskóla Íslands. Sigfús lést á Landspítalanum 12. desember árið 1996.

Verk[breyta | breyta frumkóða]

  • Ljóð (1951)
  • Hendur og orð (1959)
  • Fáein ljóð (1977)
  • Útlínur bak við minnið (1987)
  • Maðurinn og skáldið (1987) - bók um Stein Steinarr
  • Province í endursýn (1992)
  • Og hugleiða steina (1997)
  • Ljóð 1947 - 1996 (2008)

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.