Arthur Cecil Pigou

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
A.C. Pigou.jpg

Arthur Cecil Pigou (fæddur 18. nóvember 1877, dáinn 7. mars 1959) var breskur hagfræðingur og kennari við Cambridge-háskóla. Sem kennari við Cambridge-háskóla á tímabili þegar hagfræði var ung fræðigrein átti Pigou þátt í að móta kennslu greinarinnar og fjöldann allan af ungum afburðarnemendum sem útskrifuðust úr skólanum og tóku að sér mikilvæg störf í samfélaginu. Pigou var fjölhæfur á sviði hagfræðinnar en rannsakaði einna mest almannatryggingar. Hann þjónaði í opinberum nefndum af hálfum hug, þeirra á meðal Cunlife-nefndinni og Konunglegri nefnd um tekjuskatt árið 1919.

Ævi[breyta | breyta frumkóða]

Pigou fæddist í bænum Ryde á Wighteyju, sonur hermannsins Clarence Pigou og Noru Lees, dóttur John Lees, þriðja baróns af Blackrock. Arthur gekk í Harrow-skólann, nálægt London. Árið 1896 gekk hann í King's College í Cambridge þar sem hann nam undir Oscar Browning. Pigou var góður nemandi og vann fjölda verðlauna, m.a. Chancellor's Gold Medal fyrir ljóðlist árið 1899 og hann varð forseti málfundafélagsins Cambridge Union Society árið 1900. Fljótlega kviknaði áhugi Pigous á hagfræði og hóf hann nám hjá brautryðjanda hagfræðinnar, Alfred Marshall.

Fræðistörf[breyta | breyta frumkóða]

Pigou hóf að kenna hagfræði árið 1901 og ári seinna var hann innvígður sem meðlimur við King's College (e. Fellow of King's College) eftir að hafa verið hafnað tveimur árum fyr. Árið 1908 var Pigou gerður að prófessor í pólitískri hagfræði, og tók hann við stöðunni af Alfred Marshall, og hélt henni allt til ársins 1943. Pigou var góður vinur John Maynard Keynes, sem á þeim tíma var ungur nemi, og gerði Pigou vel við hann og veitti honum fjárstuðning til rannsókna.

Bókin Auður og velferð (e. Wealth and Welfare, 1912, 1920) er eitt af helstu verkum Pigous en þar gerir hann greinarmun á opinberum og einka jaðarkostnaði og framleiðslu. Þaðan er hugmyndin um að ríkið geti leiðrétt markaðsbresti með sköttum og niðurgreiðslum (stundum nefndir Pigou-skattar).

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.