1724
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1724 (MDCCXXIV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 17. maí - Mývatnseldar hófust. Eldgosið stóð til 1729.
Fædd
- 5. desember - Björn Halldórsson, íslenskur prestur, skáld og frumkvöðull í garðyrkju (d. 1794).
- Bogi Benediktsson í Hrappsey (d. 1803).
Dáin
- 24. júní - Apollonia Schwartzkopf dó á Bessastöðum og þótti lát hennar grunsamlegt.
- 24. desember - Erlendur Magnússon, prestur í Odda á Rangárvöllum og áður skólameistari (f. 1695).
- Guðrún Eggertsdóttir ríka í Saurbæ á Rauðasandi (f. 1637).
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 14. janúar - Filippus 5. Spánarkonungur sagði af sér og Loðvík 1. sonur hans tók við. Hann lést þó nokkrum mánuðum síðar og Filippus varð þá aftur konungur.
- 28. janúar - Háskólinn í Sankti Pétursborg var stofnaður.
- 8. febrúar - Pétur mikli Rússakeisari gerði konu sína, Katrínu, að meðstjórnanda sínum.
- 29. maí - Benedikt 13. (Pietro Francesco Orsini) var kjörinn páfi.
- 31. júlí - Hyderabad-ríkið var stofnað á Indlandi.
- Ágúst - Longman, elsta bókaútgáfa Englands sem enn starfar, var stofnuð.
- Erlendir trúboðar voru reknir úr landi í Kína.
Fædd
- 22. apríl - Immanuel Kant, þýskur heimspekingur (d. 1804).
- 2. júlí - Friedrich Gottlieb Klopstock, þýskt ljóðskáld (d. 1803)
- 10. júlí - Eva Ekeblad, sænskur vísindamaður (d. 1786)
- 22. ágúst - Jens Schielderup Sneedorff, danskur rithöfundur og upplýsingarfrömuður (d. 1764).
- 18. desember - Lovísa af Bretlandi, kona Friðriks 5. Danakonungs (d. 1751).
Dáin
- 7. mars - Innósentíus 13. páfi (f. 1655).
- 31. ágúst - Loðvík 1. Spánarkonungur dó eftir nokkurra mánaða setu á konungsstóli (f. 1707).