Fara í innihald

Þorkell Fjeldsted

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þorkell Fjeldsted (174019. nóvember 1796) var íslenskur lögfræðingur sem var lögmaður í Færeyjum og Noregi og amtmaður og stiftamtmaður í Noregi.

Þorkell var fæddur á Felli í Sléttuhlíð, sonur séra Jóns Sigurðssonar og konu hans Þorbjargar Jónsdóttur, og tók sér ættarnafnið Fjeldsted eftir fæðingarstað sínum. Hann útskrifaðist úr Frúarskóla í Kaupmannahöfn 1758 og lauk lögfræðiprófi frá Kaupmannahafnarháskóla 1762. Árið eftir varð hann málflutningsmaður í hæstarétti og 1769 lögmaður í Færeyjum.

Árið 1772 var hann skipaður amtmaður í Finnmörku og síðan á Borgundarhólmi og frá 1780 í Kristjánssandsumdæmi í Suður-Noregi. Þegar hann var þar hafði Magnús Stephensen vetursetu hjá honum 1783-1784, þegar skip sem hann hafði ætlað með til Íslands hraktist til baka vegna veðurs og mun þá hafa skrifað upp eftir konu hans hluta þeirra uppskrifta sem urðu uppistaðan í fyrstu íslensku matreiðslubókinni.

Stiftamtmaður í Þrándheimsstifti og amtmaður í Þrándheimsamti varð Þorkell 1786. Hann var einn nefndarmanna í Landsnefndinni fyrri 1770-1771. Hann lést í Kaupmannahöfn og hafði þá skömmu áður verið skipaður í dönsku aðalpóststjórnina. Kona Þorkels var dönsk. Dóttursynir þeirra voru stiftamtmennirnir Peter Fjeldsted Hoppe (1824-1829) og Torkil Abraham Hoppe (1841-1847).

  • „Lögfræðingatal. Tímarit Hins íslenzka bókmenntafélags 1883“.