Þórarinn Kristjánsson í Vatnsfirði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sr. Þórarinn Kristjánsson prófastur í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp var fæddur á Þönglabakka í Fjörðum 8. nóvember 1816 en dó í Vatnsfirði 10. september 1883. Foreldrar hans voru sr. Kristján Þorsteinsson og fyrsta kona hans Þorbjörg Þórarinsdóttir. Þórarinn varð stúdent frá Bessastöðum 1838. Hann varð aðstoðarprestur föður síns 1842 sem þá þjónaði Bægisá í Hörgárdal en fluttist með honum að Tjörn í Svarfaðardal strax árið eftir og síðan að Völlum 1846. Hann hóf sjálfstæðan prestsskap árið eftir þegar hann fluttist að Stað í Hrútafirði. Þaðan fór hann að Prestbakka og var þar á árunum 1850-1867. Þá fór hann að Reykholti í Borgarfirði og þjónaði þar 1867-1872 en flutti að lokum vestur í Vatnsfjörð og sat þar til æviloka. Þórarinn þótti merkisklerkur, búmaður góður og var lengi prófastur við Ísafjarðardjúp. Hann sat Þjóðfundinn 1851 sem þjóðkjörinn fulltrúi Strandasýslu, þótti nokkuð konunghollur og hlaut dannebrogsorðuna nokkru síðar. Kona hans var Ingibjörg Helgadóttir fædd 21. október 1817 í Vogi á Mýrum en dáin 6. júní 1896 í Rauðanesi á Mýrum.

Börn þeirra, sem upp komust:

Þórarinn í Vatnsfirði kemur fyrir í smásagnasafni Þórarins Eldjárns frá 2016, ''Þættir af séra Þórarinum''.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Stefán Aðalsteinsson (1978). Svarfdælingar. Iðunn, Reykjavík.