Útsker
Útlit
Útsker eru eyjaklasi á Hjaltlandseyjum og heyra undir Skotland, um 6 km norð-austur af Hvalsey og eru austasta fasta land Skotlands, 320 km frá Noregi.
Aðaleyjarnar eru Húsey og Brúarey (tengdar með brú síðan 1957), og Græney, allar smáar, og íbúarnir eru 76 talsins. Á eyjunum eru grunnskóli, minnsti gagnfræðaskóli Bretlands, tvær verslanir, fiskvinnsla, flugbraut og kirkja. Aðalatvinnuvegur er útgerð.