Hvalsey (Hjaltlandseyjum)
Útlit
(Endurbeint frá Hvalsey (Hjaltlandseyjar))
Hvalsey (Whalsay) er sjötta stærsta eyja Hjaltlandseyja og heyrir undir Skotland. Hún er frjósöm, frekar þéttbyggð og eru aðalatvinnuvegirnir útgerð og smábúskapur. Árið 1991 voru íbúarnir 797 talsins.
Stærsta þorpið á Hvalsey heitir Symbister. Þar er höfn fyrir trillur og togara, og safn um sögu skreiðar- og saltfiskútflutnings frá dögum Hansasambandsins. Frá Symbister sigla tvær áætlunarferjur til Mainland, stærstu eyjar Hjaltlandseyja. Meðal annarra þorpa eru Clate, Isbister, Sandwick, Saltness, Challister, Marrister, North Park og Skaw, þar sem eru flugbraut og nyrsti 18 holu golfvöllur Bretlands.