Brugghús
Útlit
(Endurbeint frá Ölgerð)
Brugghús (stundum kallað ölgerð sem getur þó einnig átt við gosdrykkjaverksmiðju) er verksmiðja sem bruggar (og markaðssetur) bjór. Árið 1908 kom til tals að íslenska ríkið myndi stofnsetja brugghús, en ekkert varð úr því.[1]
Orðið hituhús er gamalt orð og er í orðabókum útskýrt sem hús sem bruggað var í og þá aðallega á stórbýlum. Á söguöldinni höfðu líklega örfáir sérstök ölhituhús á Íslandi. Ölið var því víða hitað í eldahúsum og jafnvel úti á víðavangi eins og t.d. átti sér stað á Sturlungaöld í Stafholti, þegar Þorgils Skarði var handtekinn. Í Sturlungu stendur:
- Þat höfðusk menn at í Stafaholti um nóttina, at húsfreyja var at ölgerð, ok með henni Björn Sigurðarson ræðismaður, ok höfðu úti hitueldinn, því at þau vildu eigi gera reyk at mönnum: ok voru því dyr allar opnar, er þau fóru jafnan út ok inn.
Íslensk brugghús
[breyta | breyta frumkóða]- Bruggsmiðjan (stofnuð 2005)
- Mjöður ehf. (stofnaður 2007)
- Víking hf (stofnað 1939 sem Efnagerð Siglufjarðar, varð Efnagerð Akureyrar 1962 og hóf ölframleiðslu sem Sana hf 1966, sameinaðist Sanitas undir merkjum þess 1978, varð Víking hf árið 1994, sameinaðist Sól hf 1997 og varð Sól-Víking, sameinaðist Vífilfelli undir merkjum þess 2001)
- Sanitas (stofnað í Reykjavík 1905, sameinaðist Sana og flutti til Akureyrar 1978 og hóf þá fyrst ölframleiðslu)
- Vífilfell (stofnað 1942, sameinaðist Sól-Víking undir merkjum Vífilfells og hóf þá fyrst ölframleiðslu)
- Ölgerðarhúsið Reykjavík, starfaði 1912-1915
- Ölgerðin Egill Skallagrímsson (stofnuð 1913)
- Ölgerðin Óðinn (stofnuð 1944)
- Ölgerðin Þór (stofnuð 1930, sameinaðist Agli 1932)
- Ölvisholt brugghús (stofnað 2007)
- Gæðingur Öl (stofnað 2011)