Fara í innihald

Ölgerðin Þór

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ölgerðin Þór var íslensk bruggverksmiðja sem var stofnuð í upphafi kreppuáranna 1930 í húsi við Rauðarárstíg. Framkvæmdastjóri var Arnþór Þorsteinsson. Þór keppti við Ölgerðina Egil Skallagrímsson í framleiðslu á léttöli og gosdrykkjum til 1932 þegar Egill yfirtók Þór og var um leið breytt í hlutafélag. Húsnæði Þórs var þá breytt í geymsluhúsnæði fyrir Egil.

Aðalframleiðsluvörur Þórs voru Þórsbjór og Þórspilsner.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.