Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Fæðingardagur: 31. desember 1954 (1954-12-31) (69 ára)
Fæðingarstaður: Reykjavík
Flokkur: Samfylkingin
Þingsetutímabil
1991-1994 í Reykjavík fyrir Kvennal.
2005-2007 í Reykv. n. fyrir Samf.
2007-2009 í Reykv. s. fyrir Samf.
= stjórnarsinni
Embætti
2007-2009 Utanríkisráðherra
2005-2009 Formaður Samfylkingarinnar
Tenglar
Æviágrip á vef Alþingis

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (fædd 31. desember 1954) er fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, utanríkisráðherra og borgarstjóri í Reykjavík.

Hún hefur einnig gegnt stöðu forstjóra Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og verið yfirmaður UN Women, stofnunar á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Ingibjörg Sólrún er dóttir Ingibjargar J. Níelsdóttur (1918-2013) húsmóður og Gísla Gíslasonar (1916-2006) verslunarmanns í Reykjavík.

Menntun[breyta | breyta frumkóða]

Ingibjörg lauk stúdentsprófi árið 1974 frá Menntaskólanum við Tjörnina (sem nú nefnist Menntaskólinn við Sund) og BA-prófi í sagnfræði og bókmenntum við Háskóla Íslands árið 1979. Eftir BA-próf fór hún til Danmerkur þar sem hún var gestanemandi við Hafnarháskóla frá 1979-1981. Hún kom aftur til Íslands og stundaði cand.mag. nám í sagnfræði við Háskóla Íslands á árunum 1981-1983.

Starfsferill[breyta | breyta frumkóða]

Ingibjörg Sólrún var borgarfulltrúi í Reykjavík 1982-1988 og aftur 1994-2006. Hún var ritstjóri kvennatímaritsins Veru á árunum 1988-1990, þingkona Kvennalistans 1991-1994 og borgarstjóri Reykjavíkurborgar frá árinu 1994 til 2003. Ingibjörg Sólrún var utanríkisráðherra á árunum 2007-2009.

Ingibjörg Sólrún sigraði Össur Skarphéðinsson í formannskjöri í póstkosningu á landsfundi Samfylkingarinnar í maí 2005. Hlaut Ingibjörg 7.997 atkvæði, eða um tvo þriðju atkvæða, og Össur 3.970, eða um þriðjung. Ingibjörg Sólrún gegndi formennsku í fjögur ár, þar til í mars 2009. Á árunum 2003-2005 var hún varaformaður Samfylkingarinnar. Hún sat á Alþingi fyrir Reykjavík á árunum 2005-2009.

Ingibjörg Sólrún var ráðin sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu árið 2017. Hún lét af störfum 19. júlí árið 2020 eftir að ríkisstjórnir Tyrklands og Tadsíkistans beittu neitunarvaldi gegn endurráðningu hennar, meðal annars vegna ósættis um að hún skyldi neita að setja tiltekin félagasamtök á lista yfir hryðjuverkahópa án sannana.[1]

15. janúar 2021 var hún skipuð staðgengill sérstaks fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í Írak.[2][3]

Trúnaðarstörf[breyta | breyta frumkóða]

  • Formaður stjórnar stúdentaráðs Háskóla Íslands 1977-1978.
  • Skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar 1982-1986 og í félagsmálaráði 1986-1988.
  • Formaður borgarráðs 1994-2003.
  • Sat á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1987.
  • Í þingmannanefnd EFTA/EES 1991-1994 og 2005-2007.
  • Formaður stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkur 1994-2002.
  • Í stjórn Landsvirkjunar 1999-2000.
  • Formaður miðborgarstjórnar 1999-2002.
  • Formaður stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2000-2003.
  • Í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu 2002-2003.
  • Formaður dómnefndar um skipulagssamkeppni vegna Tónlistar- og ráðstefnuhúss 2001.
  • Formaður stjórnar Aflvaka 2002-2004.
  • Formaður hverfisráðs miðborgar 2002-2005.
  • Í bankaráði Seðlabanka Íslands 2003-2005.
  • Varaformaður Samfylkingarinnar 2003-2005
  • Formaður Samfylkingarinnar 2005-2009.
  • Utanríkismálanefnd 1991-1993.
  • Þingmannanefnd EFTA/EES 1991-1994 og 2005-2007.
  • Félagsmálanefnd 1991-1994.
  • Heilbrigðis- og trygginganefnd 1991-1994.
  • Efnahags- og viðskiptanefnd 2005-2006.
  • Í stjórnarskrárnefnd 2005-2006.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Bára Huld Beck (13. júlí 2020). „Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni“. Kjarninn. Sótt 3. október 2020.
  2. „Ms. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir of Iceland - Deputy Special Representative for Iraq“. Sameinuðu þjóðirnar. 15. janúar 2021. Sótt 31. ágúst 2021.
  3. „Ingibjörg Sólrún Gísladóttir til starfa í Írak“. Sameinuðu þjóðirnar. 15. janúar 2021. Sótt 31. ágúst 2021.


Fyrirrennari:
Valgerður Sverrisdóttir
Utanríkisráðherra
(24. maí 20071. febrúar 2009)
Eftirmaður:
Össur Skarphéðinsson
Fyrirrennari:
Árni Sigfússon
Borgarstjóri Reykjavíkur
(13. júní 19941. febrúar 2003)
Eftirmaður:
Þórólfur Árnason
Fyrirrennari:
Össur Skarphéðinsson
Formaður Samfylkingarinnar
(21. maí 200528. mars 2009)
Eftirmaður:
Jóhanna Sigurðardóttir
Fyrirrennari:
Margrét Frímannsdóttir
Varaformaður Samfylkingarinnar
(2. nóvember 200321. maí 2005)
Eftirmaður:
Ágúst Ólafur Ágústsson