Furur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Furur
Strandfura (Pinus pinaster)
Strandfura (Pinus pinaster)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Pinus
L.
Undirættkvíslir
  • Strobus
  • Ducampopinus
  • Pinus
Útbreiðslukort fura.

Furur (fræðiheiti Pinus) er ættkvísl af þallarætt. Misjafnt er hversu grasafræðingar telja margar tegundir til ættkvíslarinnar, en þær eru á bilinu frá 105 til 125. Furutré eru upprunnin á norðurhveli jarðar en hafa verið ræktuð um allan heim.

Furutré eru sígræn tré með þykkan börk og innihalda mikið af trjákvoðu. Nálarnar eru langar og grænar og vaxa í knippi umhverfis greinarenda. Furur flokkast gróflega í tveggja- og fimmnálafurur eftir því hversu margar nálar eru í knippi.

Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Á Íslandi uxu furur á forsögulegum tíma en eftir ísöld hafa þær ekki vaxið hér. Við upphaf skipulegrar skógræktar á Íslandi voru berg- og fjallafurur gróðursettar á Þingvöllum, þ.e. í Furulundinum við lok 19. aldar. Síðar meir var skógarfura reynd en hún drapst nær öll í byrjun 7. áratugs 20. aldar úr lúsafaraldri. Eftir það hefur stafafura mestmegnis verið notuð og þrífst hún vel. Eftirfarandi furutegundir hafa verið reyndar hér á landi:

Flokkun tegunda[breyta | breyta frumkóða]

Undirættkvísl Pinus[breyta | breyta frumkóða]

Undirættkvísl Strobus[breyta | breyta frumkóða]

Pinus strobus

Incertae sedis[breyta | breyta frumkóða]

tegundir sem eru ekki í undirættkvísl eins og er.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Stockey, R.S. (1983). „Pinus driftwoodensis sp.n. from the early Tertiary of British Columbia“. Botanical gazette. 144 (1): 148–156. doi:10.1086/337355.
  2. McKown, A.D.; Stockey, R.A.; Schweger, C.E. (2002). „A New Species of Pinus Subgenus Pinus Subsection Contortae From Pliocene Sediments of Ch'Ijee's Bluff, Yukon Territory, Canada“ (PDF). International Journal of Plant Sciences. 163 (4): 687–697. doi:10.1086/340425. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 21. febrúar 2008. Sótt 12. apríl 2016.