Pinus squamata

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Pinus squamata
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Fura (Pinus)
Undirættkvísl: Quinquefoliae subsect. Gerardianae
Tegund:
P. squamata

Tvínefni
Pinus squamata
X.W.Li, 1992
Samheiti

Pinus squamata (zh: 巧家五针松) [2] er furutegund sem finnst aðeins á einum stað í Qiaojia-héraði, Norðaustur-Yunnan, Kína, í um 2200 m hæð.[1] Einungis er vitað um 20 tré.

Tegundina fann J.Q. Pangzhao í apríl 1991. Síðar það ár rannsakaði Li Xiang-Wang tegundina og lýsti henni árið 1992. Hún líkist að mörgu leyti P. rzedowskii og sumum öðrum furum í undirættkvíslinni Cembroides.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Hæð á fullvöxnum trjám er ekki þekkt þar sem ekkert þekktra trjáa er fullvaxið, en þau gætu hugsanlega náð 30 m hæð eða meira. Búsvæðið er opið skóglendi, runnlendi, og graslendi þar sem tegundin vex í bland við P. yunnanensis.

Hún er með keilulaga krónu og grágrænan börk sem flagnar og verður brúnn með aldri, svipað og hjá hinni skyldu næfurfuru (P. bungeana). Sprotarnir eru rauðleitir til grænbrúnir og ýmist hærðir eða hárlausir. Barrnálarnar eru 4 til 5 saman, hangandi, 9 til 17 cm langar og 0,8 mm breiðar, gljáandi grænar að ofan með hvítri loftaugarás að neðan.

Könglarnir eru keilulaga til egglaga, rauðbrúnir, og 9 cm langir og 6 cm breiðir þegar þeir eru opnir. Þeir opnast við þroska í september til október á öðru ári og sleppa aflöngum svörtum fræjunum (4-5 mm löng með 16 mm væng).[3]

Verndun[breyta | breyta frumkóða]

Pinus squamata er sjaldgæfasta þekkta tegund fura, en Pinus torreyana, (í útrýmingarhættu) næstsjaldgæfust.[4] Útbreiðslusvæðið er nú friðað og hefur tegundinni verið fjölgað með því að planta henni út í því.[5] [6]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Yang, Y. & Christian, T. (2013). Pinus squamata. The IUCN Red List of Threatened Species. Version 2014.2.
  2. Eckenwalder, J.E. (2009). Conifers of the World: The Complete Reference. Timber Press. ISBN 978-0881929744.
  3. Gymnoperm database (2008) Pinus squamata Geymt 27 september 2006 í Wayback Machine
  4. Hogan, C. Michael (2008) Torrey Pine: Pinus torreyana, Globaltwitcher, ed. Nicklas Stromberg
  5. Liguo Fu, Nan Li, Thomas S. Elias, Robert R. Mill: Pinus squamata Geymt 21 desember 2021 í Wayback Machine, in Flora of China, Band 4, S. 21
  6. Christopher J. Earle (23. nóvember 2012). „Pinus squamata“.

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi trésgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.