Billboard Music-verðlaunin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Billboard Music Awards
Veitt fyrirVelgengni á vinsældalistum
LandBandaríkin
UmsjónBillboard
Fyrst veitt10. desember 1990; fyrir 33 árum (1990-12-10)
Vefsíðabillboardmusicawards.com
Sjónvarps eða útvarpsumfjöllun
Keðja
  • Fox (1990–2006)
  • ABC (2011–2017)
  • NBC (2018–núverandi)

Billboard Music-verðlaunin (eða Billboard Music Awards) eru árleg tónlistarverðlaun veitt af Billboard, tímariti sem sér um ýmsa vinsældalista. Athöfnin hefur verið haldin á hverju ári frá 1990, að undanskildum árunum 2007 til 2010. Áður voru þau haldin í desember, en eftir endurkomuna árið 2011 hafa þau verið veitt í maí.[1]

Ólíkt öðrum verðlaunum sem ákvarða tilnefningar í gegnum The Recording Academy (eins og Grammy-verðlaunin), eru tilnefningar Billboard Music-verðlaunanna valdar út frá sölu hljómplatna, fjölda streyma og útvarpsspilunum. Mælingarnar eru skráðar yfir árs tímabil af Billboard og samstarfsaðilum þess, þar með talið MRC Data og Next Big Sound. Verðlaunað er fyrir bestu plötuna, listamanninn og smáskífuna í mismunandi tónlistarstefnum.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Who Should Perform at the 2020 Billboard Music Awards? Vote!“. Billboard. Sótt 11. ágúst 2020.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.