Fara í innihald

Zara Larsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Zara Larsson
Larsson árið 2021
Fædd
Zara Maria Larsson[1]

16. desember 1997 (1997-12-16) (26 ára)
StörfSöngvari
Ár virk2008–í dag
Tónlistarferill
Stefnur
HljóðfæriRödd
Útgefandi
Vefsíðazaralarssonofficial.com

Zara Maria Larsson[3] (f. 16. desember 1997) er sænsk poppsöngkona. Hún varð fyrst fræg árið 2008 þegar hún var 10 ára eftir að hafa unnið aðra þáttaröðina af hæfileikaþáttarins Talang, sem er sænska útgáfan af Got Talent þáttunum.[4] Hún er þekkt fyrir smáskífur sínar eins og „Lush Life“ (2015), „Never Forget You“ (2015), „Girls Like“ (2016) ásamt Tinie Tempah, „Ain't My Fault“ (2016), „Symphony“ (2017) ásamt Clean Bandit, og „Ruin My Life“ (2018).

Árið 2012 skrifaði Larsson undir samning við TEN Music Group og gat í kjölfarið út fyrstu stuttskífu sína, Introducing, í janúar 2013. Með stuttskífunni kom út fyrsta frumsamda smáskífa Larsson, „Uncover“, sem fór á topp vinsældalista í Skandinavíu og hefur verið viðurkennd sem sexföld platínu smáskífa í Svíþjóð.[5][6]

Í kjölfar velgengni hennar í Skandinavíu skrifaði Larsson undir þriggja ára samning við Epic Records í Bandaríkjunum árið 2013.[7][8] Fyrsta breiðskífa hennar, 1, kom út árið 2014. Árið 2016 kom hún fram á opnunar- og lokaathöfnum UEFA Euro í Frakklandi.[9] Önnur breiðskífa hennar og fyrsta alþjóðlega platan, So Good, kom út í mars 2017. Þriðja breiðskífa hennar, Poster Girl, kom út í mars 2021. Báðar plöturnar náðu alþjóðlegri velgengni. Fjórða breiðskífa hennar, Venus, mun koma út þann 9. febrúar 2024.

Útgefið efni

[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • 1 (2014)
  • So Good (2017)
  • Poster Girl (2021)
  • Venus (2024)

Tónleikaför

[breyta | breyta frumkóða]
  • So Good World Tour (2017-2018)
  • Don't Worry Bout Me Tour (2019)
  • Poster Girl Tour (2021-2022) [10][11]
  • Venus Tour (2024)

Opnunaratriði

[breyta | breyta frumkóða]

Tónleikar á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Þann 13. október 2017 hóf Larsson tónleikaferðalagið sitt So Good World Tour í Laugardalshöll í Reykjavík.[12] Árið 2021 hitaði hún upp fyrir breska söngvarann Ed Sheeran þegar hann hélt sína tónleika á Laugardalsvelli í ágúst 2021.[13] Þann 16. mars 2024 er hún væntanleg með tónleika í Eldborg í Hörpu sem hluti af Venus Tour tónleikaferðalaginu, en tónleikarnir áttu upphaflega að fara fram í Laugardalshöll.[14][15]

Fyrirmynd greinarinnar var „Zara Larsson“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 29. desember 2023.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Your query : Creator's Name begins with LARSSON ZARA on any territories (Domestic works)“. ISWC. Afrit af uppruna á 23. janúar 2018. Sótt 7. október 2019.
  2. Monger, James. „Zara Larsson Bio“. Allmusic (enska). Afrit af uppruna á 28. janúar 2021. Sótt 9. mars 2018.
  3. „Your query : Creator's Name begins with LARSSON ZARA on any territories (Domestic works)“. ISWC. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. janúar 2018. Sótt 7. október 2019.
  4. „10 year-old Zara Larsson Wins "Sweden's Got Talent". Flixxy.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. janúar 2017. Sótt 19. janúar 2017.
  5. „Zara Larsson säljer Platina“ (sænska). Universal Music Sweden. 25. febrúar 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. júlí 2019. Sótt 26. febrúar 2013.
  6. „swedishcharts.com – Zara Larsson – Uncover“. swedishcharts.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. apríl 2017. Sótt 19. janúar 2017.
  7. „I'M SO LUCKY“ (sænska). zarish.blogg.se. 3. apríl 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. desember 2017. Sótt 27. júní 2013.
  8. Säll, Jonna (10. maí 2013). „Zara Larsson får treårskontrakt i USA“ (sænska). Aftonbladet. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. nóvember 2017. Sótt 11. júní 2014.
  9. Evans, Joshua (10. júní 2016). „Uefa Euro 2016: Opening ceremony at the Stade de France as it happened“. International Business Times UK. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. febrúar 2021. Sótt 19. janúar 2017.
  10. „LIVE IS BACK!!! I can't tell you how excited I am to be on stage again 😭😭😭😭 Tickets on sale Friday. tag a friend you wanna go with“. Twitter (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 18. september 2021. Sótt 26. maí 2021.
  11. „Zara Larsson Bringing 'Poster Girl' Launch Party to Roblox“. Billboard. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. júlí 2021. Sótt 2. júlí 2021.
  12. Ísleifsson, Atli (14. október 2017). „Zara þakkar tónleikargestum fyrir að hafa sýnt ást - Vísir“. visir.is. Sótt 29. desember 2023.
  13. „Stórstjörnur hita upp fyrir Sheeran“. www.mbl.is. 31. janúar 2019. Sótt 29. desember 2023.
  14. „Zara Larsson“. Harpa. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. desember 2023. Sótt 29. desember 2023.
  15. Ísleifsson, Atli (26. október 2023). „Zara Larsson með tónleika í Höllinni - Vísir“. visir.is. Sótt 29. desember 2023.